Skógarferð Framsóknarflokksins.

„Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til þess að greiða niður verðtryggð lán heimilanna.

Flest virðist benda til þess að að meðaltali þá feli slíkar aðgerðir í sér tilfærslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri og frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri.

Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa á að hún truflar ekki alla þingmenn.“

____________

Það virðist sem fleiri hafða þor til að ræða opinskátt um skuldaleiðréttingar Framsóknarflokksins.

SDG gat ekki svarað fyrirspurnum um hvernig þetta skuldaleiðréttingaferli deildist niður á þá sem rétt gætu haft og hvaða hópar verða afskiptir og hafa engan rétt.

Reyndar eru þessar upphæðir aðeins lítið brot af því sem flokkurinn lofaði í kosningabaráttunni en samt er hér um verulegar upphæðir að ræða, sem jafnvel gæti lent á bláfátækum ríkissjóði.

Það er þó að verða ljóst að það verða frekar þeir tekjuháu sem fá leiðréttingar og meiri líkur á að höfuðborgarbúi fái niðurfellingar en fólk á landsbyggðinni.

Ef þetta er rétt er óþægilegt óréttlæti í þessu fólgið og aðstoðin sem ætluð var þeim sem í mestum vanda eiga lendir allt annarsstaðar.

Þeir ríkari fá...þeir fátæku fá ekki neitt, gæti orðið niðurstaða skógarferðar Framsóknarflokksins.

Sjálfstæðismenn eru farnir að ókyrrast og eru að gera sér grein fyrir að þetta gæti endað með skelfingu og óréttlæti.


mbl.is „Truflar mig mjög mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarf ekki SDG að skipa nýja nefnd til að „leiðrétta“ kosningaloforðin?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2014 kl. 16:28

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

„Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“

Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins

Jón Ingi Cæsarsson, 21.1.2014 kl. 17:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Niðurgreiðsla er ekki leiðrétting á neinu heldur bara tilfærsla á greiðslubyrði.

Stjórnvöld hafa ekki lofað neinum niðurgreiðslum, heldur leiðréttingum.

Þess vegna verða stjórnvöld að standa við loforðin og leiðrétta skuldir heimilana en alls ekki að taka það að sér að niðurgreiða þær.

Ánægjulegt að allir hér séu sammála um, að það þarf að leiðrétta skuldir heimilanna, en ekki niðurgreiða þær með ríkisstyrkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2014 kl. 18:02

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árni Páll biðlar til Íhaldsins.Það er ekki í fyrsta skipti sem kratakvígan gerir það.Persónuníð og rógur um formann Framsóknarflokksins hefur einkennt málflutning Samfylkingarinnar.Von Samfylkingarinnar er að Sjálfstæðisflokkurinn sjái að Samfylking og Björt framtíð hafa  til samans 34 þingmenn.Sem betur fer er ekkert útlit fyrir að Framsóknarflokkurinn muni koma nálægt Samfylkingunni um ófyrirséða framtíð.Flokkur eins og Samfylkingin, sem reynir að lifa á rógi,vill að barið sé á skuldugum almenningi.fyrirlýtur láglaunafólk,stundar öfgaumhverfisforsjárhyggju og vill skríða í ánauð í ESB, slíkur flokkur á sér enga framtíð, allra síst með Framsóknarflokknum.En að Samfylkingin sjái sér helst von í að skríða í forsæti Bjarna Benidiktssonr og Sjálfstæðisflokksins hefði engan órað fyrir.En ESB þrælslundin er slík að engan ætti að undra. 

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2014 kl. 20:56

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að sjálfsögðu að vera að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt framtíð hafa til samans 34 þingmenn.En það verður látið reyna á ESB samstöðuna á Alþingi innan tíðar.Vigdís Hauksdóttir hefur boðað það.Þá mun niðurlæging krata-ESB kvígunnar koma ó ljós.

Sigurgeir Jónsson, 21.1.2014 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband