17.1.2014 | 17:58
Þöggun og alræði hægri flokkanna að baki ?
Það sem einkennt hefur valdatíð þessara flokka er að þeir gátu að mestu ráðið allri umræðu, þaggað niður það sem ekki kom sér vel og úthlutuðu vinum sínum fjármunum og bitlingum að vild.
Andóf félaghyggju og vinstri flokka var máttlaust og fylgi þeirra lítið.
Hægri flokkarnir stjórnuðu því sem þeir vildu og réðu því sem þeim hentaði.
Fólkið í landinu, almenningur hafði enga möguleika að hafa þar áhrif enda fjölmiðlun í skötulíki, blöðin í eigu flokkanna og sögðu landsmönnum aðeins það sem hentaði.
Blöð andstæðinga þeirra voru kallaðir snepplar enda gefnir út af vanefnum og fjármagn þeirra aðeins brot af því sem hægri blöðin höfðu til umráða enda fjármögnuð af fyrirtækjum sem áttu allt sitt undir réttum stjórnarherrum.
Nú er öldin önnur. Eða ?
Það vantar ekki að hægri flokkarnir reyni að halda uppteknum hætti, þagga niður umræðu, hygla vinum sínum og pakka lýðræðinu niður í skúffu.
En umræðan opinberar jafnóðum þessar tilraunir og ekkert sem gert er liggur í þagnargildi.
Að vísu ráða hægri öflin flestum stærstu fjölmiðlum en ráða ekkert við netið og þá tæknibyltingu sem færir fólkinu í landinu þau tíðindi sem eru að gerast jafn óðum.
Mogginn er enn stór og sterkur en allir vita að hann er málpípa ákveðinna þjóðfélagshópa sem eiga allt undir réttum stjórnvöldum, eins og í gamla daga.
Fréttablaðið er sömu leiðis í eigu hægri manna en tekst betur að fela það en Mogganum.
Valdaflokkana langar að stjórna RÚV, hvað sem verður.
Undanfarna daga höfum við séð ótrúlega mörg einkenni þess að valdaflokkarnir eru að reyna að taka upp fyrri siði, stjórna umræðu, þagga og svo framvegis.
En þeim gengur það miklu verr en áður þökk sé tækni nútímans.
Kannski er það hluti af þeirri staðreynd að fylgi þessar flokka er langtum minna en var hér áður fyrr þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór helst ekki niður fyrir 40% og Framsóknarflokkurinn átti landsbyggðina.
Þeir tímar eru að baki...ef til vill vegna upplýstari umræðu og meiri upplýsinga.
En það er reynt til hins ítrasta síðustu daga og vikur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.