13.1.2014 | 09:59
Hin nýja sýn forsætisráðherra.
Forsætisráðherra hefur glænýja og sérstaka sýn á samningamál og framtíðaraðferðir.
Hann telur eðlilegast að ef þjóðin eigi að greiða atkvæði um ESB þá eigi sú atkvæðagreiðsla að snúast um vilja til inngöngu en ekki hvort eigi að halda áfram viðræðum.
Þetta er afar sérstakt og alveg ný nálgun að verkefninu, innganga í ESB eða ekki.
Að fá niðurstöðu í atkvæðagreislu sem snérist um inngöngu í ESB eða ekki án samnings gæti sett Ísland í afar sérkennilega stöðu.
Þjóðin samþykkir í þjóðaratkvæði að ganga í ESB án samnings.
Þá er samningsstaða Íslands engin og ESB gæti rétt okkur samning sem væri þeirra smíð og aðkoma Íslands engin.
Þetta er svona álíka skilvirkt ef verkalýðshreyfingin lýsti því yfir fyrirfram að segja JÁ við kjarasamningi áður en hann er gerður og þegar JÁ lægi fyrir þá rétti vinnumarkaðurinn samning og segðu gjörið svo vel...þetta getum við.
En auðvitað segir enginn JÁ á svona forsendum og það veit forstætisráðherra örugglega.
En það sem veldur vonbrigðum er hvað fjölmiðlar eru handónýtir að spyrja forsætisráðherra ekki nánar um þessa afar sérstöku nálgun.
Eins og staðan er núna stefnir í að Framsóknarflokkur og þó sérstaklega Sjálfstæðisflokkur, sem lofaði kjósendum sínum á þeir fengju að ráða framtíð sinni sjálfir, á beinni leið að svíkja þetta loforð eins og mörg önnur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamál íhaldsins er að þeir geta ekki samþykkt mál sem þeir eiga ekki frumkvæðið að.
Þeir ætluðu að efla fylgið með að berjast með kjafti og klóm á móti öllu sem frá síðustu ríkisstjórn kom, samkvæmt fyrirmælum úr Hádegismóum. Árangurinn kom í ljós í síðustu kosningum.
Framsókn hefur alltaf varið landbúnaðarmafíuna og Sambandið, meðan það var til.
Trausti (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 12:51
Þessi nálgun forsætisráðherra eins fáránleg og hugsast getur, meira segja vitlausari en flest hans kosninga loforð í fyrir síðustu alþingiskosningar.
Páll Jóhannesson, 14.1.2014 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.