Ríkisstjórnin efnir til átaka á vinnumarkaði.

Blekið er ekki þornað af nýgerðum kjarasamningum þegar stjórnvöld senda kaldar kveðjur til launafólks í formi gjaldskrárhækkana,“ segir í yfirlýsingu frá Starfsgreinasambandinu. Er bent á að komugjöld á heilsugæslustöðvar hafi hækkað um 15-20% þann 1. janúar síðastliðinn. Rétt fyrir jól hafi hins vegar verið undirritaður kjarasamningur með hógværum launahækkunum og ásetningi um að halda aftur af hækkunum hjá fyrirtækjum og í gjaldskrám hins opinbera.

_______________

Hægri íhaldssstjórnin hafnaði að koma að kjarasamningum með aðgerðum til handa þeim með lægstu launin.

Hægri íhaldsstjórnin hækkar nú ýmiskonar þjónustu um tugi prósenta.

Varla hægt að túlka þetta með öðrum hætti en stríðsyfirlýsningu og hætt við að atkvæðagreiðsla um kjarasamninga fari illa.

Sveitarfélögin hafa mörg hver haldið aftur af hækkunum til að leggja sitt að mörkum til að kjarasamningar takist á hógværum nótum.

Ríkisvaldið mætir síðan með hrikalegar hækkanir.

Tónninn í forsætisráðherra í áramótaávarpi gaf vonir um sinnaskipti en því miður reyndist það falsvon.

Ég spurði um það í bloggi hvort þetta væru sinnaskipti eða froðusnakk.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1342548/

Svarið liggur nú fyrir með afgerandi hætti.

 


mbl.is Krefst þess að hætt verði við hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég vil láta þess getið að í bréfi sem fór til aðila vinnumarkaðarins í dag og í yfirlýsingu sem nú hefur verið birt koma fram frekari aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir samhliða því frumvarpi sem nú er til umræðu. Þar er fyrst og fremst um að ræða aðgerðir til þess að halda aftur af verðbólgunni, aðgerðir til að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, krónutölusköttum og -gjöldum næstu árin, enda haldi forsendur kjarasamninga að öðru leyti, atvinnulífi aftur af launaskriði og hækkunum á vöru og þjónustu. Ríkisstjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir því að fyrirtæki í ríkiseigu, þar með talin orkufyrirtæki, gæti ýtrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar ......"

Yfirlýsing fjármálaráðherra í tengslum við kjarasamninga.

Heilbrigðisráðherra virðist óbundinn af þessu samkomulagi og skrifaði undir 20% hækkun daginn áður. Eru þeir ekki í sama flokki og sömu ríkisstjórn ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2014 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband