5.1.2014 | 18:05
Draugalandið Ísland. Hvar verðum við eftir 50 ár ?
Ísland hefur hjakkað í sama farinu í áratugi. Íslensk króna rýrnar í óðaverðbólgu, landið er lokað fyrir innflutningi á samkeppnisvörum sem nýtast heimilunum og fámenn valda og auðmannastétt ræður auðlindunum.
Vatnsföllin eru virkjuð til handa alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum og raforkan seld á undirverði. Náttúrgæðum er fórnað á því altari.
Ráðamenn kyssa þann vönd og láta aðra hagsmuni en almannaheill ráða för.
Fáeinir útgerðarmenn ráða meirihluta kvótans og skammta undirgefnum stjórnvöldum það sem þeim hentar úr hnefa.
Tveir stjórnmálaflokkar styðja það verklag og virðast vera í beinni hagsmunagæslu fyrir aðra en landsmenn alla og hagsmunir almennings eru fyrir borð bornir.
Stjórnmálamenn hugsa í skammtímalausnum og sjá sjaldnast lengra fram í tímann en sem nemur einu kjörtímabili.
Það lafir meðan ég lifi sagði frægur konungur fyrr á öldum.
Nýkjörnin stjórnvöld eru sorglegt dæmi um slíka skammtímahugsun, redda frá mánuði til mánaðar en engar lausnir eða sýn til framtíðar er að finna.
Viðræður við ESB blásnar af, Landsvirkjun afhent veiðileyfi á náttúrauðlindir án nokkurrar aðkomu Alþingis og það þrátt fyrir " sátt " um málið.
Innflutningshöft eru hert og þóknanlegum fyrirtækjum gert kleift að halda einokun sinni, sbr MS smjörmálið.
Þegar maður veltir fyrir sér framtíðinni þá er þar fullkomin eyðimörk.
Núverandi stjórnvöld tala í skammtalækningum og skammtímareddingum.
Niðurfellingar til skuldugra heimila er engin lausn, aðeins framlenging á sama ástandi og verið hefur í áratugi. Ef einhverjir fá eitthvað er líklegt að allt verði komið á sama stað innan nokkurra ára.
Ef spurt er...hvað svo ? eru engin svör enda engin langtímaáætlun í gangi, bara vonað að það lafir meðan ég lifi aðferðin dugi næstu þrjú árin eða svo.
Það var von til að við værum að komast upp úr þeim djúpu hjólförum sem einkennt höfðu Ísland í áratugi.
Það örlaði á nýrri hugsun og nýrri nálgun að framtíðinni.
En núverandi stjórnvöld hafa slökkt það ljós og traktorinn þeirra datt ofan í gömlu hjólförin á ný.
Svarið við því sem spurt er í upphafi, hvar verðum við eftir 50 ár er því augljóst og því auðsvarað.
Á sama stað og við höfum verið síðustu 50 ár, með ónýtan gjaldmiðil, ótryggt og ótraust efnahagssástand, innflutningshöft og einokun. Forréttindahópar stjórna stjórnmálamönnunum og allt situr við það sama hjá almenningi.
Það mun hafa þær afleiðingar að Ísland verður ekki lengur í fremstu röð þjóða, við munum ekki hafa efni á að reka nútímaþjóðfélag. Auðlindir okkar eru ekki ótæmandi og margt bendir til að flestar þeirra séu að verða fullnýttar.
Það verða því örlög okkar að tapa af lestinni og færast aftar í lífsgæðum og þar með tapa öllu okkar besta fólki annað.
Örlög Íslands verða kannski svipuð og urðu örlög Hornstranda, þær fóru í eyði af því þar voru lífgæði lakari en annarsstaðar.
Það getur orðið dýrt að hafa afturhaldsama íhaldsstjórn á Íslandi í framtíðinni, sennilega ávísun á lakari lífskör og afturhald.
Vonum að svo verði ekki og íslenskir stjórnmálamenn verði framsýnni og skynsamari á næstu árum, annars fer illa.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju er krónan enn glaldmiðill okkar?
Sennilegt svar: Braskarnir vilja hafa krónuna áfram fyrir auðtrúa Íslendinga.
Eftir 50 ár gæti Ísland verið Tíbet norðursins. Fyrir um 60 árum var Tíbet innlimað í Kína og þeir fóru létt með það. Og hér er allt of mikið af auðtrúa fólki sem telur að „frelsari“ sé með oss fæddur í Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð. Og sumir vilja bæta Bjarna braskara með.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2014 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.