1.1.2014 | 12:44
Froðsnakk eða sinnaskipti ?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það fagnaðarefni ef ríkisstjórnin hafi mótað þá stefnu að standa vörð um kjör hinna lægstlaunuðu líkt og forysta ASÍ hafi viljað leggja áherslu á.
En ég verð að viðurkenna, að þetta hljómar svolítið eins og öfugmæli, vegna þess að við erum nýbúin að fara í gegnum nokkuð harða deilu við ríkisstjórnina um hækkun skattleysismarka sem bara þráfaldlega neitaði að gera. Hún vildi frekar lækka skatta þeirra allratekjuhæstu.
_________________
SDG flutti áramótaávarp í gærkvöldi.
Sá sem þar talaði var ekki sá SDG sem harðneitaði að leggja sitt af mörkum til kjarasamninga, til handa þeim með lægstu launin.
Það var fyrir hálfum mánuði.
Það var ekki sá SDG sem skar niður framlög til menninga og lista fyrir tæpum mánuði.
Nú er stóra spurningin.... eru þetta sinnaskipti á nýju ári eða froðusnakk.
Einhvervegin óttast maður svona í ljósi sögunnar.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki fannst mér þetta ávarp vera merkilegt, byggðist meira og minna á sögufölsuninni varðandi Icesave sem er einhver versta umræða sem hér hefur átt sér stað. Þá æsti SDG þjóðina upp og dró þetta mál niður í einhvernd tilfinningaþrunginn táradal með einhverju því mesta þjóðrembuofstæki sem unnt er að hugsa sér. Þá fór hann í sömu sporin og Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar þegar sá síðarnefndi æsti upp sunnlenska bændur gegn Hannesi Hafstein 1905 í símamálinu.
Nú talar enginn um Icesave enda skiluðu útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans sér betur en nokkur taldi. Nú hafa komið inn í þrotasbúið töluvert meira fé en nam skuldbindingum Icesave. Og töfin kostaði þjóðina 60 milljarða! Þessi SDG er einhver versti lýðskrumari sem við höfum setið uppi með og saman með ÓRG eru þeir eins og verstu flækjufætur íslenskra stjórnmála.
Í gær var mjög gott viðtal við Jóhönnu fyrrverandi forsætisráðherra á rás 1 þar sem hún fór yfir stjornmálaferil sinn. Þetta viðtal ættu sem flestir að hlusta á. Jóhanna var ekkert að skafa af hlutunum.
Með bestu nýjárskveðjum og þeirri von að við fáum sem fyrst skynsamari og réttsýnni ríkisstjórn.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2014 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.