23.12.2013 | 13:02
Er þetta réttlæti ?
Allir vita að takmarkað svigrúm er til launahækkana og mikilvægt að gera samninga sem tryggja að kaupmáttur þeirra haldi en hverfi ekki í verðbólgu eins og oftast gerist.
En er þessi launatafla sem hér birtist ávísun á að slík áform geti gengið eftir ?
Hér má lesa himinhrópandi óréttlæti sem engan lætur ósnertan nema kannski hörðustu stjórnarsinna.
ASÍ kennir ríkisstjórninni um að ekki hafi náðst betri árangur fyrir þá sem lægst hafa launin.
Gott og vel kannski er það rétt, en hvernig dettur þeim í hug að semja með þessum hætti ?
Allir sem staðið hafa í samingamálum vita að það er ekki hægt að setja hvað sem er í atkvæðagreiðslu, og það er verkalýðshreyfingarinnar - samningamanna að meta hvað er raunhæft að mæta með í atkvæðagreiðslu.
Ég held að það dyljist fáum að þessi væntalega launatafla er ótrúlega óréttlát og óskynsamleg.
Hér er verið að auka launamun og misskiptingu og maður furðar sig að sjá forustu verkalýðshreyfingarinnar að taka þátt í slíkum leik.
Ég hef aldrei verið talsmaður verkfalla og átaka á vinnumarkaði, það skilar sjaldnast nokkru í vasa launamanna þegar upp er staðið.
En þegar óréttlætið er rammað inn með þessum hætti þá er hætt við að uppúr sjóði og fari í átök og læti sama hvað forustumenn verkalýðshreyfingarinnar vilja.
Það er líka hörmulegt að sjá hvaða stefna er hér opinberuð, ríkisstjórnin ætlar að auka misskiptingu og óréttlæti á ný.
ASÍ kennir ríkisstjórninni um .... svo það sé nú endurtekið.
Þessi samningur er ekki skynsamlegur og það er ekki klókt af verkalýðshreyfingunni að skrifa undir svona samning, jafnvel þó þá hafi langað til að komast heim í jólafrí..
Til þess er mismununin milli láglaunafólks og þeirra sem betur standa of augljós og skerandi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forseti ASÍ segir að sér sé gróflega misboðið vegna ósanngjarnar gagnrýni á þessa góðu samninga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2013 kl. 15:46
Satt segir þú, Jón Ingi. Þessir "samningar" sem menn kalla svo eru náttúrulega þvílíkt himinhrópandi óréttlæti að slíks eru held ég varla dæmi síðan á kreppuárunum fyrri á fjórða áratug síðustu aldar. Líklega eru Gylfi og félagar svona hræddir við þennan Þorstein Víglundsson. Ekki þekki ég kauða nema af skjánum, en svipljótur er hann. Hinsvegar á ég von á að opinberir starfsmenn, með kennara í broddi fylkingar, muni berja viðlíka þvingunaraðgerðir gegn sér niður með harðri hendi. Kjör kennara eru orðin með þvílíkum fádæmum, að norræn starfssystkin þeirra eiga engin orð yfir af hverju fólk sé yfirleitt að láta niðurlægja sig með þessum hætti. Þar þarf að gera þriggja ára samninga um tvöföldun launa þeirra á samningstímanum. Svipað gildir reyndar um alla háskólamenntaða opinbera starfsmenn að laun þeirra í samanburði við það sem gerist á almennum markaði eru út úr korti, svo ekki sé meira sagt. Enda er heilbrigðisstarfsfólk einfaldlega farið, það lætur ekki bjóða sér þessa meðferð lengur. Þar er nánast ekkert eftir nema fólk sem fer á eftirlaun á næstu fimm til tíu árum. Þetta breytir því ekki, að það kjaftshögg í andlit láglaunastétta og lífeyrisþega, sem það er að breyta ekki skattleysismörkum, er ekkert annað en áskrift að byltingu.
E (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.