22.12.2013 | 22:42
Aukið misrétti er stefna ríkisstjórnarinnar.
Örlítið fleiri segjast styðja ríkisstjórnina nú er fyrir einum mánuði, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup, sem RÚV sagði frá í kvöld. Nú segjast 48% styðja hana, en hlutfallið var 45% í síðustu könnun.
_____________
Ríkisstjórnin hefur örugglega búist við meiri sveiflu til sín en sést í þessari könnun. En svo er ekki og nánast engin breyting hefur orðið frá síðustu könnun.
Skuldaleiðréttingashowið í Hörpu hefur opinberast í áherslu á betur stadda skuldara og er ekki af þeirri stærðargráðu sem lofað var og gagnast sennilega alls ekki þeim sem sárast þurfa á slíku að halda.
Nú er búið að undirrita fyrstu kjarasamninga.
Það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá að áherslur eru á þá sem betur standa, og ríkisstjórnin hafnaði að taka þátt í leið til mestra bóta fyrir þá lægst launuðustu.
Það eyðilagði þessa saminga og meiri líkur eru á að þeir verði kolfelldir í þeim félögum sem þó vildu skrifa undir.
Af þessu tvennu má sjá að ríkisstjórnin hefur hafið ferðalag í átt til aukins misréttis og aðgerðir þeirra dýpka gjána milli ríkra og fátækra.
Jafnaðarmannastjórn síðasta kjörtímabils reyndi að jafna kjör landsmanna en þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að vinda ofan af öllu slíku.
Aukið misrétti er því meðvituð stefna þessarar ríkisstjórnar.
Örlítið meira fylgi við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
*Jafnaðarmannastjórn síðasta kjörtímabils reyndi að jafna kjör landsmanna
Nei, það gerði hún ekki. Hún reyndi leynt og ljóst að koma á fámennri elítu sem átti að eiga allt og ráða öllu. Það er það sem jafnaðarmannastjórnir gera alltaf, allstaðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.12.2013 kl. 23:05
Rök Ásgrímur...takk fyrir ?
Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2013 kl. 08:20
Þetta er bara rétt að byrja, það eru 3 og 1/2 ár eftir af þessum ófögnuði. En þetta vildi þjóðin!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2013 kl. 10:17
Axel það skiptir akuralt engu mali kvað er kosið elítan ræður yfir öllum flokkum. þjóðin verður að vita það
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 10:58
Helgi þetta segja þeir alltaf sem koma úr kjörklefanum með slæma samvisku til að réttlæta fyrir sjálfum sér eigin gjörð.
Þetta minnir á manninn sem hringdi inn á útvarp Sögu fyrir kosningarnar í vor og sagðist ekki geta stutt Sjálfstæðisflokkinn lengur. Hann ætlaði því að kjósa flokkinn í allra allra síðasta sinn í komandi kosningum. Þeir skyldu bara vita það!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2013 kl. 14:14
Þú vilt rök. Svo ég nefni bara eitt atriði: auðlegðarskatturinn. Sem lagðist á allar eignir yfir 90 milljónum. Sem gáfu ekkert nauðsynlega neitt af sér. Þetta var þak á hve miklar eignir almúgamaður mátti eiga (sem hefði smám saman lækkað með verðbólgu).
Hve margir höfðu efni á að borga þetta, eða betra, hve margir voru með nógu góða bókhaldara á launaskrá til þess að sleppa við að greiða þetta?
Annað? Nú, hvað með kolefnisgjaldið? Þetta sem gerði þeim lærgra launuðu erfiðara að reka bíl? Og eins og allt annað fór þetta út í *allt verðlag* sem gerði öllum erfitt, sérstaklega þeim lægst launuðu. Hærra settum mátti vera slétt sama.
Meira?
Ásgrímur Hartmannsson, 23.12.2013 kl. 18:31
Axel þu bullar bara eg hef ekki slæma samvisku og hef ekki kosið i 10 ar hef bara ekkert gaman af að lata hafa mig að fífli
http://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.