Ávísað á ríkissjóð og skattgreiðendur.

„Varðandi það hversu lengi þessi skattstofn kemur til með að lifa þá er það alveg rétt hjá háttvirtum þingmanni að það atriði er háð mikilli óvissu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, varðandi hækkun sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og niðurfellingu undanþágu fjármálafyrirtækja í slitameðferð vegna slíks skatts.

_________________

Ríkisstjórnin ætlar að fjármagna skuldaleiðréttingu heimilanna með bankaskatti.

Miklar efasemdir eru um að slíkur skattur fáist innheimtur og lagaleg staða þess óljós.

Eitt er þó ljóst, að ef allt fer á besta veg þá stendur eftir sú staðreynd að slitameðferð þrotabúa bankanna lýkur eftir tvö ár.

Þá staðan einfaldlega, ekkert er í hendi hvað varðar tekjuöflun til skuldaleiðréttinga eftir þeirri leið sem ríkisstjórnin kynnti í Hörpu.

Kannski er hægt að nota þetta sem tekjustofn í tvö er ef allt fer á besta veg, sem er vafsamt því það er nokkuð ljóst að eigendur krafna í bankana munu láta á það fyrir dómi og kalla það ólöglega eignaupptöku.

Það eru bara tekjur í tvö ár ef þeim tekst ekki að fá það dæmt ólöglegt, kannski á mörgum árum.

Þá eru tvö ár og 40 milljarðar fyrirfram ekki fjármagnaðir, gert út á ekki neitt.

Sennilega gæti svo farið að skuldaleiðrétting Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lendi á skattgreiðendum og ríkissjóði.

Einhverjum mun þykja það takmarkað réttlæti að fjármagna skuldaleiðréttingar tiltölulega fárra skuldara á afmörkuðu sviði með skattgreiðslum sínum.

Sennilega er þetta ekki eins gott og margir héldu í upphafi.


mbl.is Bankaskattur allavega í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já best að skattleggja ekki neitt og veita þrotabúunum undanþágu frá skattheimtu!

Kalli (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband