Smásálarhugsun sumra þingmanna í sinni tærustu mynd.

Lögfræðileg athugun er hafin á því hvort Evrópusambandinu beri að standa skil á greiðslu IPA-styrkja vegna þeirra verkefna sem þegar voru komin af stað.

Evrópusambandið tilkynnti á dögunum að ekki væri lengur forsendur fyrir greiðslu IPA-styrkja þar sem íslensk stjórnvöld hafi gert hlé á aðildarviðræðum  og óútséð er hvenær þær hefjast að nýju.

Þetta vakti bæði undrun og reiði utanríkisráðherra sem sagði vinnubrögð ESB fyrir neðan allar hellur.

(eyjan.is)

Nú ætla hinir eitilhörðu andstæðingar ESB að fara í hart við ESB um IPA styrkina, styrki sem veitir eru þjóðum í aðildarviðræðum.

Þeir hugleiða að ná hinum frægu glerperlum af ESB með hörðu, þrátt fyrir að flestir þeirra vilji ekkert með ESB hafa og eru þegar búnir að slíta öllum viðræðum við sambandið.

Hér rís smásálarhugsun þeirra sem svona tala mjög hátt.

Eru þeir það skyni skroppnir að þeir sjá ekki tvískinnunginn í þessari umræðu ?

Maður bara spyr sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörlandinn kann að meta "ílla fengið fé". Ekki kom til greina að skila Icesave þýfinu, einnig heimta þeir IPA styrkina, "glópagullið", sem þeir hafa engan rétt á lengur. 

Þvílíkur molbúaháttur, þvílíkir plebbar. Engin reisn, engin sjálfsvirðing.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 12:00

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Velti fyrir mér Haukur, og spyr? Hver átti að skila ICESAVE þýfinu?

Allavega ekki ég þar sem ég kom hvergi nálægt þeim gjörningi að setja á stofn það verkefni Landsbanka ehf. Auk þess þá var ég þaðan af síður partur af hluthafahóp Landsbankans ehf. Landsbankinn ehf var einkahlutafélag og gátu reindar verið margir hluthafar en ekki var ég í þeim hópi.

Er kanski möguleiki á að þú, Haukur Kristinsson, hafir átt þar hlut, sért því ábyrgur gjörða bankans? Ef svo er þá er þér í lófa lagið að byrja að greiða til baka það fé sem breskir og hollenskir heimta.

Mér ber ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja og ekki er það heldur ríkissjóðs að gera slíkt. farðu svo að snúa þér á hina hliðina og hætta að nöldra yfir ICESAVE. Það er búið að kjósa um þann gjörning oftar en einusinni og voru felldir jafnoft.

Þeir fáu sem vildu knésetja þjóðina til að greiða fyrir gjaldþrota bankann eru ekki þeir &%$%&ritskoðað&%&% hér á landi.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 15.12.2013 kl. 12:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland. Íslenska ríkið bar ábyrgð á því. Og þar af leiðandi verður það alltaf að skila þýfinu. Undirliggjandi ábyrgð bera svo kjósendur sem kusu framsjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2013 kl. 13:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er hreint yndislegt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.12.2013 kl. 13:45

5 identicon

ESB telur ódýrara að hætta við verkefnin, rifta samningum og borga bætur

því þarf lögfræðinga til að meta bótaupphæðina

eða á bara að láta hið "óskeikula" ESB

ákveða upphæðina einhliða?

Grímur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 14:59

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Yfilýst markmið IPA styrkja eru að þeir séu greiddir vegna kostnaðar við aðildarferli.

(Loforð eða opinber yfirlýsing er bindandi samkvæmt alþóðarétt, munnleg og skrifleg).

Kostnaður er nú þegar orðin verulegur á íslandi og ljóst að ESB þarf eftir lögunum að minsta kosti að standa við greiðslu þess kostnaðar, Væntanlega í samræmi við mat, hver svo sem á að framkvæma það. Það er alla vegnanna ekki ESB sjálft sem hefur sjálfdæmi í því.

Svo er upplýsandi að lesa þetta. "Vissir þú að IPA-styrkir eru ekki háðir aðild að ESB?"

http://www.evropustofa.is/fyrir-fjoelmidla/floekkusoegur-um-esb/id711.html

Vær svo ekki ráð að hjá ykkur sem höfðuð svo herfilega rangt fyrir ykkur um lögin um innistæðutryggingar að spara aðeins yfilýsingar þegra kemur að alþjóða lögum.

Guðmundur Jónsson, 15.12.2013 kl. 16:51

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað eru þeir ekki háðir aðild. Þeir eru háðir umsókn. Eða eru framsjallar og kjánaþjóðrembingar kannski að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Vonandi tekur ESB hart á þessu og lætur LÍÚ-flokkana borga alla styrkina til baka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband