13.12.2013 | 12:29
Fjármálaráðherra staðfestir ósannsögli forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í morgun að tillögur um lækkun barnabóta hafi verið undirbúnar í ráðuneyti hans, síðan ræddar í sérstökum ríkisfjármálahópi, skipuðum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og að lokum samþykktar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin hafi síðan farið þess á leit við fjárlaganefnd að breytingar yrði gerðar á fjárlagafrumvarpinu til samræmis við tillögur ríkisstjórnarinnar.
Minnisblað var birt opinberlega í fjölmiðlum í gær og nú staðfestir fjármálaráðherra það.
Því miður er forsætisráðherra þar með ber að ósannsögli sem er sorgleg staðreynd.
Í nágrannaríkjum okkar væri ráðherra gert að segja af sér...kannski gerist það ?
Hvernig ætli fjármálaráðherra taki svona á bak við tjöldin ?
Sigmundur hrósar Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers lags bull og þráhyggjuraus er þetta í þér Jón. Ríkisstjórnin ákveður ekki fjárlög. Þingið gerir það og það er það sem Sigmundur hefur verið að reyna að koma ykkur í skilning um.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.12.2013 kl. 12:42
Hvaða ósannsögli á forsætisráðherra að hafa orðið uppvís að? Það kemur ekkert fram hér sem hjálpar mér að skilja það.
Eða er það kannski bara ósk síðuhöfundarins að forsætisráðherrann hafi sagt ósatt, svo hægt sé að skammast yfir því?
Passaðu bara að flækja þig ekki í eigin spuna eins og þið Samfylkingarfólk gerið alltaf fyrr eða síðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.12.2013 kl. 13:13
Ósannindin skýr og kristaltær. Það er engu líkara en framsóknarmenn geti sjaldnast sagt satt orð. En að forsætisráðherra segja svona blákallt osatt eins og nú liggur fyrir - það kallar auðvitað á tafarlausa afsögn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2013 kl. 13:55
Jóhann, ég sé Jón Inga hvergi halda öðru fram en að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur um lækkun barnabóta. Hann segir hvergi að ríkisstjórnin "ákveði fjárlög". Annars er heldur ekki hægt að segja að þingið "ákveði fjárlög" - ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem að lokum er samþykkt af Alþingi. En Alþingi semur ekki frumvarpið, það gerir ríkisstjórnin. Hver ákveður hvað?
Guðmundur, þú hefur greinilega lítið fylgst með umræðu síðustu daga. SGD sagði á Alþingi, aðspurður um tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun barnabóta: "Það eina sem hefur gerst hér er að hv. þingmönnum hefur verið bent á að einhverjar getgátur þeirra hafi ekki reynst réttar". Hann kallar það sem sagt "getgátur" hjá tilteknum þingmönnum stjórnarandstöðunnar að einhverjar hugmyndir hafi verið uppi um lækkun barnabóta. Og að þessar "getgátur" séu rangar.
En eins og rækilega hefur komið fram var um meira en getgátur að ræða: Tilkynnt af fjármálaráðherra á sunnudegi, nánar útskýrt og réttlætt af formanni fjárlaganefndar á mánudegi. En kallað "getgátur" stjórnarandstöðunnar á þriðjudegi, stjórnarandstöðuþingmenn eiga að hafa "getið sér til" um að til stæði að lækka barnabætur, og að SDG sé hér með að leiðrétta misskilinginn.
Stjórnarandstaðan hafði heyrt það frá fjármálaráðherra og formanni fjárlaganefndar að til stæði að skerða barnabætur. SDG segir að það hafi ekki staðið til - getgáturnar séu misskilningur, ekki hafi staðið til að skerða barnabætur.
Á miðvikudegi segir SDG í viðtali við Eyjuna: "Það að halda því fram að ég hafi sagt að skerðing barnabóta væri eingöngu getgátur er hins vegar alrangt." Hann vænir RÚV um að ljúga upp á sig orðin frá deginum áður. Er hann ekki sjálfur að ljúga hér?
Á fimmtudegi birtir DV minnisblað ríkisstjórnarinnar frá föstudeginum áður þar sem ríkisstjórnin leggur það til við fjárlaganefnd að skerða barnabætur um 300 milljónir. Er SDG ekki forsætisráðherra? Getur hann kallað það "getgátur" stjórnarandstöðunnar fjórum dögum síðar að til hafi staðið að skerða barnabætur, og þóst "leiðrétta" þessar getgátur?
SDG er duglegur við það að væna aðra um lygar - hann kemur varla fram opinberlega öðruvísi en að segja þennan og hinn fara með rangt mál, segja ósatt. Getur verið að hann geri sér ekki sjálfur grein fyrir muninum á því að segja satt og segja ósatt?
Getur verið að við sitjum uppi með forsætisráðherra sem kemur fram sem sívælandi, vænisjúkur vindhani með verulega skerta siðferðisvitund?
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.12.2013 kl. 14:07
Það er skrýtið hvernig allir mælikvarðar hafa breyst á stuttum tíma. Þegar Steingrímur og Jóhanna lýstu því yfir tveimur dögum áður en að fulltilbúin samningur um Icesafe að ekkert væri að gerast í málunum virtist ekki vera frágangssök. Nefna má ýmis önnur tilefelli þar sem rangt var farið með eða villt fyrir þinginu á síðasta kjörtímabili og ekkert heyrðist í hinum skinhelga Jóni Inga og félögum. Nú gengur hinsvegar allt af göflunum þegar forsætisráðherra bendir mönnum á að pælingar í vinnuferli séu ekki fulltilbúnar fjárlagatillögur. Hins vegar stendur maður í forundran þegar maður hlýðir á ýmsa meðlimi stjórnarandstöðunnar á þá sérstaklega þingmenn og talsmenn samfylkingarinn búa til alskyns getgátur og framvindu. Ég veit t.d. ekki hversu margar útgáfur ég las um væntanlegar skuldaleiðréttingar sem þetta fólk bjó til núna á haustmánuðum sem engin stoð var fyrir, var það ekki lýgi? Þá hefur verið mikið fullyrt um alskyns niðurskurð en þegar nánar er skoðað er um að ræða aukningu frá síðustu árum, hugsanlega árinu 2013 að undanskyldu. En það ár var sett fram glórulaus kosningafjárlög. Dæmi. 2009, 2010, 2011 og 2012 voru framlög til þróunaraðstoðar um 0,21% af landsframleiðslu en 2013 var þetta farmlag skyndilega hækkað upp í 0,27% (kosningaár) en samkvæmt núverandi tillögum er framlagið 0,23%. Og menn tala um blóðugan niðurskurð og tala með mikilli hneykslun. Kannski ekki lygi en í meira lagi villandi og afar ómerkilegt.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 14:53
"pælingar í vinnuferli" eru ekki fulltilbúnar fjárlagatillögur. En þar sem ríkisstjórnin semur fjárlagafrumvarp þá er breytingartillaga, samþykkt af ríkisstjórn, og send til fjárlaganefndar, talsvert miklu meira en "pælingar í vinnuferli".
Varðandi skuldaleiðréttinguna er rétt að benda aftur á að Framsóknarflokkurinn lofaði að leiðrétta forsendubrest, að lækka skuldir einstaklinga og fyrirtækja um 20%. Seðlabankinn reiknaði út hvað þessi 20% myndu þýða, tölur á bilinu 250-400 milljarðir, allt eftir hvort fyrirtækin fengu líka leiðréttingu. Framsóknarmenn juku frekar í en hitt, og SDG staðfesti töluna 300 milljarði í viðtali - þótt hann hafi ekki beinlínis sagt orðin "þrjú hundruð milljarði" þá staðfesti hann "þessa tölu sem þú ert að tala um" - 300 milljarði. Svo á haustmánuðum eru þessar tölur orðar að getgátum, já hreinlega lygum frá stjórnarandstöðunni - og SDG kannast ekkert við þær. Í meira lagi villandi og ómerkilegt og, ja ef ekki lygar, hvað þá?
Þegar síðasta ríkisstjórn ákvað að hækka framlagið til þróunaraðstoðar í 0,27% var það í samræmi við langtímastefnu í þessum málum, og tekjuöflunin lá fyrir. Þetta var ekki samþykkt til að koma næstu ríkisstjórn í bobba. En næsta ríkisstjórn byrjaði á því að skerða tekjumöguleika sína eins og hægt var, síðan var niðurskurðarhnífurinn tekinn upp. En þeir þora ekki almennilega að skera, nuddast fyrst utan í þetta og svo utan í hitt. Og afsaka sig sífellt með því að ástand fjármála sé svo slæmt eftir síðustu ríkisstjórn - hafandi sjálfir afneitað margra milljarða tekna sem sitt fyrsta verk. Kannski ekki lygi, en í meira lagi villandi og ómerkilegt.
Allir stjórnmálamenn fara frjálslega með sannleikann - og svíkja á stundum loforð. En SDG virðist ætla að slá allt út í þeim efnum, enda er ramakveinið í samfélaginu í samræmi við það. Ekki var vinstristjórnin svo vinsæl að hún gat logið að vild án viðbragða. Það að viðbrögðin við einhverjum lygum og rangfærslum þeirra voru ekki meiri en raun ber má kannski skýra með því að þau voru innan þess lausgirta sannleiksramma sem allir vita að stjórnmálamenn hafa um sig. Það að viðbrögðin skuli vera svona sterk núna sýnir kannski að SDG er búinn að brjóta þann ramma svo um munar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.12.2013 kl. 15:26
Já, Það er þetta með lýgina Brynjólfur hún er dálítið erfið. Það er t.d. lýgi að framsóknarflokkurinn hafi lofað 20% niðurfellingu fyrir siðustu kosningar. Þeir töluðu um 20% fyrir kosningarnar 2009 en aldri fyrir síðustu kosningar. Vinstri menn hömruðu hinsvegar stöðugt á þessu um 20% sem er enn eitt dæmið um hvernig hlutir hafa verið hannaðir. Það sama gildir um þessar blessaðar 300 milljarða. SDG var spurður um hvernig hann ætlaði að fjármagna dæmið, hann svaraði því til að eðlilegt væri að sækja fjármagnið í þrotabúin, þá var hann spurður hversu mikið svigrúm væri þar og svaraði hann því til að svigrúmið væri að hanns mati væri að lágmarki 300 milljarða. SDG og framsóknarflokkurinn lofaðu hinsvegar að leiðrétta forsendubrestinn og er nú búið að leggja fram tillögur um það. Hvað varðar lyga rammann sem þú virðist hafa tekið að þér að skilgreina og virðist hafa tilnefnt þig til að vera hinn eina sanna dómara um þá er ég einfaldlega ósámmála. Ég get ekki séð á nokkurn hátt hafi verið sýnt hafi verið fram á neinar lygar hjá SDG eða öðrum í núverandi ríkisstjórn en síðasta varð oft uppvís að margskonar hagræðingu á sannleikanum sem margir myndi kalla lygar.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.