Hvað sagði Framsókn og hver er staðan ?

2013 skuldaniðurfellingin hans SDGSkuldastaða heimila í dag er komin niður í sama hlutfall og 15 mánuðum fyrir bankahrun eða í það sem hún var árið 2006.

Í raun er ákveðinn þröngur hópur í miklum vandræðum og það eru þeir sem keypti sér fyrstu íbúð árin 2005-2009 en þetta fólk keypti húsnæði á sínum hæsta punkti og það var ekki að selja íbúð á móti kaupum á nýrri íbúð og það lenti síðan í verðbólguskoti og verðlækkun eftir kaupin á íbúðum sínum.

 

Þetta eru hins vegar um 7,000 heimili.

 

Um 10,000 manns hafa bæst við á vanskilaskrá frá hruninu en 16,000 voru komin á vanskilaskrá fyrir hrun. 

Seðlabankinn sagði á sínum tíma: „Kostnaður við 20% flata niðurfellingu húsnæðisskulda væri um 252 ma.kr. án lífeyrissjóðslánanna og líklega um 285 ma.kr. að þeim meðtöldum.

 

 

Tæplega 60 prósent afskriftanna myndu falla í skaut tekjuháum heimilum en einungis fjórðungur skila sér til tekjulágra heimila.

 

Samkvæmt úttekt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands frá mars 2012 kostar 10% niðurfelling allra húsnæðislána um 124 ma en 25% kostar um 310 ma.

54% myndi lenda á Íbúðalánasjóði.

Skuldir fyrirtækjanna 1. júní 2009 voru 341% af landsframleiðslu en voru orðnar 154% af landsframleiðslu 1. júní 2013.

Eitthvað verulegt hefur gerst á þeim tíma.

Skuldastaða heimila og fyrirtækja hefur stórlega lagast frá 2009, sem betur fer.

Að halda öðru fram er flokkspólitíkt lýðskrum.

Það væri verulega góð viðbót við annað ef það sem núverandi ríkisstjórn boðaði með sinni skuldaaðgerð heldur hvað varðar tekjuöflun.

Stóra hættan liggur í að niðurfellingin lendi af fullum þunga á ríkissjóði sem er nú ekki burðugur fyrir.

Þá munu skattgreiðendur fá þennan víxil í hausinn og þar með búið að ríkisvæða skuldir sumra á kostnað allra.

Von okkar er að sú verði ekki raunin en hættan er sannarlega til staðar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ljóst að framsóknarmenn hafa gefið heimilum í skuldavanda fingurinn. Og í raun segja þeim bara að éta skít! Núna ætla framsóknarmenn að fara að moka peningum til best stæðu einstaklingana í samfélaginu á kostnað hinna verr stæðu.

Eigi kemur á óvart að svonefndur marinó njálsson sé í hrifningvímu og eigi varla orð af aðdáun! Svona mikils virði var allt talið um fólk sem var í vanda vegna íbúðarskulda. Þeim er bara sagt að éta skít!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2013 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband