Heimsendaspámennirnir og evran.

Þótt það hafi ekki fengið mikla athygli fjölmiðla þá virðist sem skuldakreppan í Evrópu sé að baki og að evrunni hafi verið bjargað fyrir horn, í bili að minnsta kosti. Hagfræðingar tala um töfraorðin sex sem urðu þess valdandi að meiriháttar hörmungum var afstýrt.

Án þess að það hafi valdið miklu fjaðrafoki eða fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun þá virðist skuldakreppan vera liðin hjá og hættunni afstýrt. Það er þó ekki lengra síðan en tvö ár að hver sérfræðingurinn á fætur öðrum ruddist fram í sviðsljós fjölmiðlanna og ræddi af miklum alvöruþunga um að evran væri í andaslitrunum.

Frank Øland, hagfræðingur hjá Danske Bank, sagði í samtali við Politiken að skuldakreppnunni væri nú lokið og ekki væri lengur hætta á að evran liðið undir lok.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/11/13/tofraordin-sex-sem-leystu-skuldakreppuna-i-evropu-og-bjorgudu-evrunni/

( Eyjan.is )

________________

Allir helstu andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa hamast mánuðum saman og hafa engst í Þórðargleði yfir meintu falli evrunnar.

Nú er ljóst að engin hætta er á slíku og í reynd er evran sterkari en dollar ef eitthvað er.

Það verður fróðlegt að sjá næstu vikur hvernig heimsendaspánnirnir ná að lifa með þeirri staðreynd að evran er ekki að hverfa úr heimsmyndinni.

Þeir verða sennilega að fægja kristalskúluna sína, spádómsgáfan er eitthvað að bregðast þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband