Þingmaður á spena framkvæmdavaldsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur í dag ráðið Ásmund Einar Daðason, alþingismann og formann hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem aðstoðarmann sinn. Ásmundur mun starfa samhliða Jóhannesi Þór Skúlasyni núverandi aðstoðarmanni forsætisráðherra. Þetta kemur fram í frétt frá forsætisráðuneytinu.

_________________

Það fullkomlega siðlaust að kjörinn þingmaður sé á launum hjá framkvæmdavaldinu. Það er hlutverk þingmanna að sinna vinnu sinni sem kjörnir fulltrúar kjósenda.

( Hann heldur launum sínum sem þingmaður en vinnur hjá framkvæmdavaldinu launalaust...segja fréttir ) Er þetta ekki spurning um ranga nálgun ?

Það er algjörlega ósamrýmanlegt að þeir taki síðan að sér launuð verkefni hjá ráðherrum og sitja áfram sem þingmenn. ( þingið borgar )

Við hljótum að gera ráð fyrir því að þingmaðurinn átti sig á siðleysinu og kalli inn varamann meðan á þessu stendur.

Kannski var það alltaf meiningin ?

Kannski er svona lítið að gera hjá stjórnarþingmönnum ?


mbl.is Ásmundur aðstoðar Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Það stendur nú reyndar í fréttinni að: "Ásmundur mun áfram sinna þingstörfum og þiggur engin laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra. Hann mun hefja störf frá og með deginum í dag."

Ekki þar fyrir að þá er þetta dálítið sérstök ráðning.

Benedikt Helgason, 12.11.2013 kl. 15:04

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aths. Benedikt er auðvitað til vísun á þá óskhyggju sem nú liggur fyrir. En hvað með áframhalið frá í dag?

Sigmundur var sessunautur Ásmundar áður en sá síðarnefndi stökk fyri borð! Sigmundur verðlaunar undanhaldsmenn og þá sem eru tilbúnir með kutann í bakið á fyrri félögum!

Guðjón Sigþór Jensson, 12.11.2013 kl. 15:49

3 Smámynd: Benedikt Helgason

@Guðjón. Það er nú dálítið langt gengið að tala um að Ásmundur hafi rekið kutann í bakið á fyrri félögum þó svo að hann hafi ekki verið tilbúinn í þá helför sem SJS var að leggja af stað í, í Icesave málinu. Að Ásmundur skildi standa með sannfæringu sinni í því máli er honum til framdráttar.

Ég hef meiri áhyggjur af því hvað gekk á í hausnum á því fólki í VG sem var tilbúið að greiða atkvæði með Svavars samningnum án þess að þurfa að sjá hann.  Svoleiðis fólk má aldrei nokkurn tímann koma nálægt almannahagsmunum.

Benedikt Helgason, 12.11.2013 kl. 16:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Benedikt, og ég er algjörlega sátt við það að Ásmundur sé ráðin til að framfylgja tillögum hagræðingahópsins.  Og ef til vill verði þá ráðherraefni framsóknar til Umhverfisráðuneytisins, ég tel þetta snjallan leik hjá Sigmundi, sýnir að hann er svona pínku refur, sem virkilega þarf ef á að koma okkur út úr vandanum, og skáka Sjálfstæðisflokknum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2013 kl. 18:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það þarf sterk bein að sitja undir stöðugri ágengni. Mér finnst þessi gamaldag sætisskipun á Alþingi vera til þess fólgna að auka sundurlyndi þingmanna.

Ásmundur var sem yngsti þingmaðurinn 2009 varla með nógu sterk bein í nefinu að vera með pólitíska andstæðinga beggja megin við sig.

Í flestum þjóðþingum heims sitja samherjar saman.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2013 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband