Kjósendum er nóg boðið.

Könnun nóvStjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks myndi falla yrði gengið til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarflokkarnir eru með 43,4% fylgi samkvæmt könnuninni. 

Kjósendum er augljóslega nóg boðið. Stjórnarflokkarnir sem sögðu kjósendum satt í aðdraganda kosinga bæta við sig.

Flokkur sem stundaði gróf yfirboð og hefur ekki staðið við neitt er að tapa.

 

Það eru margt sem hvílir á kjósendum að mínu mati.

Eitt að þvi er hin afdráttalausa afstaða stjórnarflokkana að halda í krónuna og slíta ESB viðræðum.

 Það eru líklega örlagaríkasta ákvörðun þeirra til lengri tíma litið. Þar misbjóða þeir réttlætiskennd kjósenda sem vilja ákveða framtíð sína sjálfir í ljósi rétta og sannra upplýsinga.

Skuldaleiðréttingar til heimilanna láta á sér standa eins og margir reyndar bjuggust við.

Síðan gengur hið augljósa dekur við auðmenn fram af kjósendum. Það er óréttlæti sem fáir geta sætt sig við.

Að lokum er síðan sá glórulausi niðurskurður í heilbrigðis og menntamálum sem kjósnendur geta ekki túlkað annað en gróf svik á kosningaloforðum þessara flokka.

Það var hvergi sjáanlegt í kosningastefnuskrám þessara flokka.

Eftir 6 mánuði er þessi ríkisstjórn og reyndar báðir stjórnarflokkarnir rúnir trausti.

Sjálfstæðisflokkur er langt undir meðalfylgi þó svo hann haldi síðasta kosningafylgi.

Framsóknarbólan er sprungin, enda tóku þeir mikla áhættu með yfirboðum sínum.

Nú er stórar spurningin.

Mun þessi ríkisstjórn halda ? Því getur enginn svarað eins og mál standa í augnablikinu.

Ef ekki þá væri augljósasti kostur í stöðunni að kjósa á ný.

 Ný ríksstjórn þyrfti nýtt umboð kjósenda þar sem allt væri uppi á borði í þeim aðdraganda.

Það verður að segja kjósendum sannleikann og kjósa um hann.


 

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hve neðarlega fór stuðningur við "velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur, manstu það? Þú hafðir talsvert meira umburðarlyndi gagnvart henni og ekki minnist ég þess að þú hafir bloggað um að "velferðarstjórnin" væri rúin trausti.

Hreinn Sigurðsson, 4.11.2013 kl. 10:01

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hreinn ? við erum að horfa á 6 mánuði og algjört verkleysi.. og eigum við ekki að horfa á nútíma og framtíð í stað þess að velta sér uppúr einhverju sem var þess tíma staða.   Þá héldu kjósendur í alvöru að þessi kostur sem nú er brostinn hafi verið betri... nú vita þeir betur.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2013 kl. 12:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta á eftir að versna enda geta nefndirnar hans Sigmundar ekki leyst neinn vanda. Þær auka hann enda þær dýrar, meira að segja rándýrar. Sumir segja að þetta sé dæmigerð bitlingapólitík „a la Framsókn“.

Vonandi hverfur þessi furðuflokkur sem fyrst og heyri sem fyrst sögunni. Helst þessi reikuli „Sjálfstæðisflokkur“ einnig sem mér finnst mætti alveg eins vera kenndur við sjálfsvorkunn. Alla vega hefi eg aldrei skilið hann almennilega fremur en Framsóknarflokkinn.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband