Verkleysi og engin framtíðarsýn.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki verið eins lítill frá kosningum samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Núna segjast 46 prósent aðspurðra styðja ríkisstjórnina, fyrir mánuði sögðust 50 prósent styðja hana en þegar hún var mynduð, studdu hana 62 prósent landsmanna. 

__________________

Stjórn brostinna vona.

Skattalækkanir á auðmenn.

Afslættir til stórútgerða sem nema milljörðum.

Svikin kosingaloforð.

Lokað á framtíðarsýn.

Einangrunarstefna.

Þjóðernishyggjudekur.

Niðurskurður á flestum sviðum samneyslunnar.

Reyndar má þessi stjórn þakka fyrir 46% fylgi nú, en það dalar hratt milli kannana.


mbl.is Ríkisstjórnin aldrei óvinsælli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað var best útfært í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar? Eg leyfi mér að halda því fram að þetta tvíræða bros þeirra hafi verið best undirbúið og útfært. Þeir voru auðvitað að brosa sín á milli hvað þeir gætu dregið þessa blessaða þjóð langt á asnaeyrunum. Þeir hafa komið mörgum málum í uppnám sem voru á góðri leið að koma okkur út úr bankahruninu.

Við máttum ekki eignast nýja og nútímalega stjórnarskrá.

Við megum ekki ganga í Evrópusambandið og tryggja þar með betri efnahagsstefnu og framtíð íslensku þjóðarinnar.

Það má ekki skattleggja útgerð og hátekjumenn.

Það má ekki láta dómsstólana starfa eðlilega en gripið er fram fyrir starf þeirra með lögregluvaldi til að unnt verði að treysta hag Engeyinga. Með þessu var verið að færa okkur skrefi nær fasisma sem vonandi enginn vill.

Við máttum á sínum tíma ekki koma Icesave vandræðunum sem fyrst fyrir ofríki Sigmundar Davíðs sem virkjaði forsetann í þessari moldvörpustarfsemi. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að við töpuðum a.m.k. 60 miljarða vegna þvermóðsku og skammsýni þessa stjórnmálamanns. Við hefðum getað komist fyrr út úr kreppunni, fengið hagstæðara lánshæfismat og betri viðskiptakjör. Og þá hefði verið unnt að koma þessum frægu hjólum atvinnulífsins fyrr af stað og þar með undið ofan af atvinnuleysinu sem enn er of hátt hlutfall. Allt þetta í boði Framsóknar!

Því miður var þetta síðarnefnda mál dregið niður í tilfinningalegan táradal undir óskiljanlegu þjóðernisofstæki.

Hvernig sagan mun meta þessa ríkisstjórn skal ósagt látið en hér eru örfáir punktar.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 818631

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband