Erfið staða ríkisstjórnarinnar.

Staðan í pólitíkinni gerir málið ekki einfaldara. Fylgið hrynur nú af Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu. Ef fylgi Framsóknar fer neðar verður ekki auðvelt fyrir flokkinn að leiða ríkisstjórn. Ef Framsóknarflokknum tekst ekki að standa við kosningaloforðin, er kannski betra fyrir flokkinn að hverfa einfaldlega úr stjórninni.

( Egill Helgason )

____________________

Það er sérkennileg staða í landsstjórninni.

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að formenn stjórnarflokkanna ganga alls ekki í takt.

Það fer heldur ekki framhjá nokkrum manni misvísandi yfirlýsingar þeirra.

Allir sjá að annar stjórnarflokkurinn er að missa allt fylgi.

Nú spyrja menn sig, m.a. Egill Helgason, getur flokkur sem rúinn er öllu trausti leitt ríkisstjórn.?

Fjárlagafrumvarp stjórnarflokkanna er mesta hrákasmíð og setur stóra hluta þjóðfélagins í stóran vanda.

Heilbrigðiskerfi og menntakerfi munu skaðast stórlega ef ekki verður úr bætt.

Menningarmálin fara afturábak um árafjöld.

Ef á að standa af sér svo óvinsælar aðgerðir þá þurfa flokkar að vera sterkir og samstíga.

Sjálfstæðisflokkurinn einn svarað hvort svo sé.

Það mun Framsókn ekki gera.

Skemmtilegir tímar í pólitíkinni.   Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var einfaldara á síðasta kjörtímabilið því þá misstu báðir stjórnarflokkarnir jafn mikið fylgi í skoðannakönnunum. Fylgi ríkisstjóranarinnar fór niður undir 20%.  Ekki sögðu þeir flokkar af sér og ekki man ég eftir neinum slíkum pælingum frá þér. En það er gaman að sjá vinstri menn vera að vakna af meðvitundarleysi og það er gaman að sjá hve miklu meiri kröfur þeir gera til þessarar ríkisstjórnar heldur en þá síðustu enda er það eðlilegt.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband