27.10.2013 | 12:18
Er Framsóknarflokkurinn steingerfingurinn ?
Að öllu þessu virtu hefur verið ljóst í all nokkurn tíma að rétt væri að skoða kerfisbreytingu í peningamálum. Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar vill ekki útiloka þann möguleika. Jafnvel VG er opið fyrir því. Samfylkingin og Björt framtíð eru fylgjandi breytingum. Og landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um nauðsyn þess að kanna þá kosti.
Eigi að síður eru allar kerfisbreytingar í peningamálum útilokaðar eftir kosningarnar á liðnu vori. Þjóðin er því föst í pólitískri bóndabeygju. Fimmta utan að komandi innspýtingin er ekki í sjónmáli. Góð ráð eru því dýr. Hlutfallslega eigum við næstmesta lífeyrissparnað í heimi. Nú þegar allt um þrýtur beinast augu manna að honum.
( Þorsteinn Pálsson á visir.is)
Þorsteinn Pálsson kemst að þeirri niðurstöðu ( án þess að segja það beint ) að Framsóknarflokkurinn sé nú um stundir það sem helst kemur í veg fyrir að skoðaðar séu nýjar leiðir til framtíðar á Íslandi.
Hann telur að þrátt fyrir að flestir flokkar séu tilbúnir á skoða nýjar leiðir þá sé landið í pólitískri bóndabeygju.
Það fer ekki á milli mála að Þorsteinn telur Framsóknarflokkinn vandamál. Stefna sú sem hann praktiseri leiði til þess að við endum með að éta útsæðið.
Í vandræðum sínum muni þjóðin fara að éta upp lífeyrissjóðina, þar sé það eina fjármagn sem eftir er að eyða til að búa til velmegun. Það fjármagn muni ekki koma erlendis frá meðan núverandi stjórnarstefna verði við líði.
Nú er stóra spurningin, mun þessi ríkisstjórn halda og munu Sjálfstæðismenn sætta sig við að láta Framsóknarflokkinn ráða för.
Það mun koma í ljós næstu mánuðum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verstu mistök Bjarna Benediktssonar var að taka þátt í þessari ríkisstjórn. Hann hefði betur átt að lofa Sigmundi Davíð Oddssyni hlutleysi og bjóðast til að verja minnihlutastjórn SDG vantrausti. Og leyfa SDG að sýna og sanna að hann gæti efnt brött kosningaloforð.
BB hefði alltaf getað breytt um stefnu og myndað ríkisstjórn sem sæti stutt, ryfi þing og Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð vopnum sínum aftur með meira fylgi.
Í stað þess skellir hann sér í ríkisstjórn, tekur að sér langerfiðasta ráðuneytið og það óvinsælasta í stað þess að verða utanríkisráðherra í stað Gunnars Kakastan. Bjarni er ekki líklegri að reka ríkissjóð fremur en N1 sem endaði með gjörgæslu eftir að Bjarni hraktist þaðan.
En hvað rak Bjarna í ríkisstjórn? Þráði hann og langaði hann í völdin? Voru það hagsmunir ættmenna hans í Garðabæ og að umturna Garðahrauni sem ýtti honum út í stjórnarmyndun með SDG? DV hefur sýnt fram á ótvíræð hagsmunagæslu hans varðandi Garðahraunið og eyðileggingu hraunsins. Varðveisla þess kom ekki heim við hagsmuni ættarinnar sem nú bíður eftir að fá hundruði milljóna fyrir lóðasölu!
Nú eflist gagnrýnin og sjálfsagt verður hann eins og lítil mús föst undir fjalaketti. Og að Hanna Birna sigaði lögreglunni á mótmælendur færði okkur nær fasismanum. Hvar í veröldinni hefur lýðræði og mannréttindum vaxið um hrygg þar sem lögreglu er beitt til að brjóta niður mótmæli pólitískra andstæðinga?
Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2013 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.