23.10.2013 | 10:24
Er formaður Framsóknaflokksins að skrökva ?
Formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, reynir samt ennþá að lengja líftíma sinn, kaupa sér fleiri augnablik, með því að neita að viðurkenna hið augljósa: Að hann veit ekki hvernig hann ætlar að uppfylla kosningaloforðið og samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn er á móti loforðinu af því það er ekki raunhæft.
http://www.dv.is/leidari/2013/10/23/nakin-lygi-orfoka-mel-1WFVTF/
( DV.is )
__________________
Staðan á ríkisstjórnarheimilinu er að verða undarleg.
Í nokkra daga ( meðan SDG var í fríi ) heyrði maður glöggt á ráðherrum ríkisstjórnarinnar að skuldamál heimilanna væru ekki að leysast á næstu mánuðum.
Eftir áramót gæti eitthvað skýrst sagði Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar líður á kjörtímabilið sagði ráðherra Framsóknarflokksins.
Og svo kemur SDG formaður Framsóknar og heldur áfram sínum málflutningi, þetta er alveg að gerast bara í næsta mánuði ( nóvember ) segir hann og setur í herðarnar.
Að vísu gaf hann sér hálfpartinn að stjórnarandstaðan mundi þvælast fyrir málinu ( hvaða máli ? ) og auðvitað yrði þetta að fara í gegnum þingnefndir og þingið.
Að sjálfsögðu, enda stóð aldrei annað til, það er víst þingræði á Íslandi hversu óþægilegt það nú er þegar á að gera eitthvað STRAX.
_______________
Nú er staðan að allir eru að velta fyrir sér hvað er að marka ?
Það sem forsætisráðherra segir, það sem fjármálaráðherra segir, eða einhver annar.
Í það minnsta hefur enginn gefið sig fram sem er samhljóma tímasetningum formanns Framsóknarflokksins enda hafa þær færst reglulega.
Byrjuðu á STRAX eftir kosningar, síðan á sumarþingi svo í nóvember.
Það væri gott fyrir alla að þetta mál væri ekki í svona misvísandi farvegi.
Allir þeir sem eru í djúpum vanda bíða og vona, en fá ekkert nema misvísandi yfirlýsingar ráðamanna.
Það er slæmt.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki gegn loforði Framsóknar af því þeir telji það óraunhæft, heldur vegna þess að það er stefna þeirra eða öllu heldur eðli að vernda fjármagnseigendur innlenda sem erlenda hvað sem það kostar. Að rísa fara gegn eigin þjóð til að uppfylla þær hvatir hefur ekki vafist fyrir þeim fram að þessu og mun ekki gera það núna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2013 kl. 10:56
Ég ætla að gefa öllum sem bíða enn og vona að hætta þessu og passa betur hvaða menn þeir kjósa næst.
Úrsúla Jünemann, 23.10.2013 kl. 13:06
Sitt hvað bendir til að fleygur sé að myndast innan ríkisstjórnarinnar. Nú standa sífellt fleiri og stærri spjót að henni en líklega á hún eftir að sundrast.
Nýjasta uppákoman er Gálgahraunsmálið. Hvar í lýðfrjálsu landi tekur stjórnmálamaður að misnota vald sitt svo freklega að siga lögreglu á andstæðinga sína og sinna flokkssystkina? DV í dag greinir frá upplýsingum sem ef réttar eru, upplýsa allt um ástæðuna fyrir þessari óvæntu hörku í þessu máli. Eg upplifi að við séum komin ansi nálægt fasismanum í boði þessarar ríkisstjórnar og með Hönnu Birnu sem innanríkisráðherra er ekki von á góðu. Hún vill rafbyssuvæða lögregluna sem Ögmundur var alveg á móti meðan hann réð þessum málaflokki.
Ráðherrum og yfirvöldum BER að fara varlega með valdið. Þessi ríkisstjórn hefur sýnt og sannað að hún er til alls vís. Hvað verður næst? Verður lögreglunni sigað á pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins eins og á tímum Görings og Goebbels?
Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2013 kl. 15:28
þegar s.d.g var í fríi hafðí helgi ekkert annað að gera enn spirja um s.d.g. að mér sínist
hvað þíðir á þessu kjörtímabili hjá samfylkínguni átum við ekki að vera búin að kjósa um samníng um e.s.b. áttu ekki gera sömu kröfufu til senustu ríkistjórnar og þeirrar nýju. munurin að seinasta stjórn er sagnfræði en sú nýja er óskrifað blað en hún hefur haft góðan kennara í missvítandi skilaboðum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.