Fordæmalaus skammsýni.

„Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað gríðarleg vonbrigði,  ég hélt að við værum komin í gang með bygginguna með fjárframlögum á síðustu tveimur fjárlögum, samtals um 300 milljónir. Nú hefur þeim verið kippt til baka með einu pennastriki. Það er líka ljóst að það fjármagn sem sveitarfélög á Suðurlandi hafa lagt til byggingarinnar á erfiðum tímum í rekstri eiga eflaust erfitt með að horfa á peningana á bankabók ef engin fjárfesting fer af stað. Og verði það fjármagn líka tekið er ég mjög svartsýn á að húsið verði byggt á næstunni",

mbl.is

_________________

Enn gera ný stjórnvöld sig sek um fordæmalausa skammsýni.

Aðildarviðræðum við ESB var hætt, sem á eftir að hafa alvarleg áhrif til lengri tíma.

Nú er ráðist gegn skólakerfi, heilbrigðiskerfi og landsbyggðinni svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta er hreinlega hættuleg stefna sem íhaldsflokkanir boða, eða ætti kannski að kalla það stefnuleysi ?

Það er eins og orðið " framtíð "sé þeim fullkomlega framandi.


mbl.is „Kippt til baka með einu pennastriki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki ljósglæta í þessari tilveru nafni. Er það? Ef svo væri þá myndir þú sennilega veslast upp og deyja. Ef þú setur samasemmerki milli menntunar og steinstypu og háreistra glerganga utan um ekkert, þá held ég að þú mættir alveg við því að bæta þína menntun. Þú gætir jafnvel farið í myndlist og reynt að læra að mála skrattann á vegginn á listrænni og menningalegri hátt en endalaust svartagallsrau þitt gefur til kynna.

Kannski er bara allt í því fína og eitthvað skelfilega mikið að hjá þér sjálfum? Ég hallast að því svei mér þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2013 kl. 12:55

2 identicon

Eitt sinn van ég nemi í FSU og kláraði þar mitt stúdentspróf.
Á þeim tíma var fjárhagurinn knappur, og skólinn í byggingu, - ég lauk reyndar prófi áður en komið var í skólahúsnæðið, - notast var við leigukompur út um allan bæ, - fyrir ofan og við hliðina á húsi  Brunabótafélagsins á Selfossi, í Tryggvaskála, Gamla iðnskólanum, Sjálfstæðishúsinu, lausum stofum í Gagnfræðaskólanum, og hver veit hvort ég gleymi ekki einhverri kompunni.
Jú, - viti menn, - til þess að gera nýlegu verknámshúsi, sem kallaðist þá iðnskólinn nýji.
Veit ég nú ekki hvort svo hefur fjölgað í smíðanámi og málmiðnum & þ.h.
En hitt veit ég að við höfðum bara helv. gott af þessu krakkarnir, - alltaf á spretthlaupi milli húsa, og kláruðum okkar próf ágætlega. Engar svartagalls-minningar hef ég yfir skortinum á nýja skólanum, en fylgst var með af áhuga.
Er ekki málið bara að redda þessu einhvern veginn í bili? Alveg eins og var gert? Ég á bágt með að trúa því að þetta verði eins frumstætt eins og þá ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband