Enn ein svikin.

Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri Landspítalans, segir að það muni koma í ljós í næstu viku þegar fjárlög ríkisstjórnarinnar verða kynnt af hverju hann hefur sagt stöðu sinni lausri það hafi verið fyrirsjáanlegt og í takt við hans málflutning, því hefði verið ábyrgðarlaust að standa ekki við orð sín.

___________________

Stjórnarflokkarnir lofuðu 30 milljarða innspýtingu í heilbrigðskerfið í kosningabaráttunni.

Við það verður ekki staðið, það kom berlega fram í máli fráfarandi forstjóra Landspítalans.

Hér er því enn ein svikin að opinberast og forstjórinn hættur.

Kosningabarátta íhaldflokkanna og loforðaflaumurinn er smátt og smátt að opinberast sem ein allsherjar svikamylla.

Valdaþorsti flokkanna var orðinn slíkur að þeir hafa einskis svifist til að ná völdum.

Skrök á skrök ofan.

Eftir sitja fórnarlömbin, kjósendur á Íslandi, með sárt ennið og brostnar vonir.

Kannski hefðu kjósendur betur trúað fráfarandi stjórnarflokkum þegar þeir efuðust um efndir og getu íhaldflokkanna til að standa við loforðastrauminn.

En það var ekki INN í kosningabaráttunni að trúa sannleikanum, lygin var meira freistandi glansmynd.

 


mbl.is Fjárlögin ástæða uppsagnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur nokkuð hvarflað að þér að Björn Zoega hætti ekki sjálfviljugur????????????

Jóhann Elíasson, 27.9.2013 kl. 20:48

2 Smámynd: rhansen

JA ,það sem Björn sá strax ..var að hann gat ekki fengið Kristján Júlisson til að hækka launin við sig meira með þvi að nota  Guðbjarts  aðferðina !! og skammist þeir sinir báðir og gott að vera laus við báða !!!!!.....þið eruð höfðingar vinsti menn !!!!!

rhansen, 27.9.2013 kl. 20:50

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Eina innspýtingin sem samfíósarnir komu með í heilbrigðiskerfið var að reyna að hækka launin hjá Birni.Megi samfylkingin halda áfram að hrynja.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 27.9.2013 kl. 22:02

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Öll kosningaloforðin í Vor er þegar búið að svíkja..

Vilhjálmur Stefánsson, 27.9.2013 kl. 22:21

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Merkilegt hvað Marteini, Jóhanni og fleirum er slétt sama þó allt sé svikið sem lofað var.. í stað þess að gagnrýna sína menn ráðast þeir gegn vindmyllum 

Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2013 kl. 00:35

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fullsæmdir ridddarar sjónumhryggir....  

Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2013 kl. 00:36

7 identicon

Hvor málshátturinn verður ofaná hjá Vigdísi og framsókn ,,Put your money where your mouth is" eða ,,Liar Liar Pants On Fire". En karlarnir með sjóræningjaleppinn fyrir augunum og í bullandi afneitun sjá þetta víst á annan hátt þó staðreindir tali sínu máli.

http://www.youtube.com/watch?v=unuvetjQSz8&feature=share

margret (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 01:48

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árni Páll mænir augum á Sigmund Davíð í von um að Framsókn taki hann einhverntíma í ríkisstjórn. Árni Páll er búinn að missa málið af örvæntingu yfir öll því rugli sem hann gerði við endurreisn bankanna sem nú ræna íslenskt þjóðfélag vegna verka hans og Steingríms.Ekki þarf að minnast á Jóhönnu.Hún vissi aldrei hvað var að gerast og veit ekki enn.Samfylkingin á leggjast á hnén og hýða sjálfa sig.Slík eru verk hennar.

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2013 kl. 09:33

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Björn átti að vera búið að reka fyrir löngu.Hann sagði alltaf að Landsspítalinn gæti sinnt hlutverki sínu.Hann hefur haldið þessu bulli áfram fram á síðasta dag.Burt með hann og aldrei aftur Björn Zoega sem forstjóra.Hann er sannkallað andlit Samfylkingarinnar.Hann vissi það og hætti.Loks er hægt að fara að vinna að endurreisn heilbrigðismála um allt land.Þökk sé ríkisstjórninni.

Sigurgeir Jónsson, 28.9.2013 kl. 09:39

10 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Jón Ingi. Ekki varð ég var við það að þú gagnrýndir þína menn í tíð síðustu ríkisstjórnar þó nóg hafi verið um svik hjá þeirri aumu stjórn, Í 6 ár óslitið var samfylkingin í ríkisstjórn, studdi byggingu allskonar monthalla og jós fé í gæluverkefni, en svelti heilbrigðiskerfið. Kjósendur sáu um að refsa samfylkingunni í síðustu kosningum þannig að eftir því var tekið um allan hinn vestræna heim.

Hreinn Sigurðsson, 28.9.2013 kl. 09:53

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Jón, reyndar eru svikin sem Zoëga Svíþjóðarfari hefur bent á við steypustöðvar. Það hefur ekki ennþá komið annað fram hingað til en að ríkisstjórnin muni viðhalda stefnu ríkisstjórna síðustu áratuga um áframhaldandi niðurskurð við sjúklinga. Já og ef þú skildir vera búin að gleima því þá sat heilög Jóhanna í þrem af síðustu fjórum ríkistjórnum ímist sem félags eða forsætisráðherra.

Magnús Sigurðsson, 28.9.2013 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband