Þrælar í eigin landi ?

Stefna íslenskra stjórnvalda er að halda óbreyttu ástandi á Íslandi.

Sama ónýta krónan, höft og dekur við fyrirgreiðsluhópa.

Helsti vaxtarbroddur atvinnulífs á Íslandi er ferðamannaiðnaðurinn, menn horfa með blik í augum til milljóna ferðamanna sem ferðast um landið og skilja eftir gjaldeyri fyrir fjárvana þjóð.

En er allt gull sem glóir ?

Af hverju koma ferðamenn til Íslands ?

Það er af því hér er náttúrfegurð og tiltölulega ósnortin náttúra. Það er líka vegna þess að hér er ónýtur gjaldmiðill, afspyrnu lág laun og ókeypis aðgengið að náttúrunni.

Hér mæta ferðamenn með dollarana sína og evrurnar og versla ódýrt, gengi gjaldmiðils landsins er þannig, mjög lágt og græðgi íslendinga í alvöru gjaldmiðil er mikil.

Ferðamannabransann má síðan ekki skattleggja að mati stjórnvalda því þá hætta ferðamennirnir að koma til landsins.

Ósnortna náttúran er í hættu vegna skilningsleysis stjórnmálamanna á verðmæti ósnortinnar náttúru.

En mitt í þessu sitja Íslendingar sjálfir með lág laun, ónýta krónu, og hafa ekki efni á að ferðast um eigið land, geta ekki veitt í ánum, eiga ekki fyrir gistingu af því krónan er einskis metin og verðlag miðast við alvöru gjaldmiðla.

Þrælar í eigin landi.

Íslendingar sjálfir eru þar með orðnir annarsflokks borgarar í eigin landi. Þannig mun það verða meðan stjórnmálamenn á Íslandi skilja ekki hvert stefnir og hvað þeir eru að gera þjóðinni.

Afturhald drepur.

Hin hliðin á þessum peningi að allir þeir sem mennta sig meira, t.d. læknar og vísindamenn hafa ekki áhuga á að flytja heim að loknu námi.

Þeir vilja ekki fara heim og verða annars flokks borgarar á íslenskum launum með íslenska krónu.

Þeir vilja búa og vera þar sem menntun þeirra skilar þeim lífgæðum og góðum launum.

Það er ekki á Íslandi.

Ef stefna stórnvalda á Íslandi breytist ekki erum við dæmd til fátæktar og eyðimerkurgöngu í eigin landi.

Viljum við það ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þú réttilega segir koma ferðamenn til Íslands vegna náttúrfegurðar, nær eingöngu.

En að ferðamenn séu að versla ódýrt vegan gengi krónunnar er misskilningur. Ekki lengur.

Dvel núna í Sviss og þarf auðvitað að kaupa mína dagvöru, fatnað, skó etc, etc.

Verðið er mun lægra en á Íslandi, ekki síst dagvara, samt er Sviss með dýrari löndum álfunnar.

Eitt kunna íslenskir heild- og smásalar, það að okra.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 10:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öfgahjal er þetta hjá þér, nafni. Íslendingar eru engir þrælar og heldur ekki "dæmdir til fátæktar og eyðimerkurgöngu," hér eru mikil vaxtartækifæri, bæði í ferðaþjónustu og sjávarútvegi og jafnvel á lista- og menningarsviði, -- þú ættir frekar að líta á ástandið í Evrópusambandinu, örbirgðina í Grikklandi, atvinnuleysið á Spáni, og jafnvel Írar gætu sagt þér, að Evrópusambandið hefur dæmt þá til að leggja á sig gríðarlegar efnahagsfórnir til að bjarga einkabönkum.

Vegna ónógrar tímgunar verða svo ESB-lönd -- jafnvel Þýzkaland með sína 0,19% mannfækkun á þessu ári og aðeins 1,42 börn fædd á hverja konu* (þurfa að vera 2,1 til að þjóðin haldist við í óbreyttri stærð til lengdar) -- aðnjótandi nýrrar tegundar kreppu innan 20-30 ára þegar vinnandi kynslóðir geta ekki lengur vegna mannfæðar haldið uppi velferðarkerfinu fyrir allt of marga aldraða og sjúka.

Lausn þín og þinna skoðanabræðra að dæla þá inn arabískumælandi fólki mun hins vegar leiða af sér nýjar stéttaandstæður og mótsagnir í samfélaginu, sem koma munu sér vel fyrir öfgamenn sem æsa upp þá nýju lágstétt, sem látin verði bera uppi samfélagið, unz óánægjan brýzt út í götubardögum eins og við höfum þegar séð m.a. í Frakklandi.

En þetta er jú þín útópía, gæzkur. Þú hlýtur að mala af ánægju, eins og við sjáum líka hér. Ef þú sérð þér ekki raunveruleg tilefni til Þórðargleði, þá býrðu þér þau til.

* https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/gm.html

Jón Valur Jensson, 23.9.2013 kl. 10:19

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Haukur...já verðið er sambærilegt en ekki launatölur. Gott fyrir ferðamenn en skelfilegt fyrir landann.

Já...Jón Valur, finnst þér þetta öfgatal ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.9.2013 kl. 14:02

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, og ég rökstuddi það.

Jón Valur Jensson, 24.9.2013 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 818671

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband