Öfáir vilja Reykjavíkurflugvöll í burtu.

73% Reykvíkinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri.

Heildarstuðningur þjóðarinnar við flugvöllinn er 82%. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum RÚV.

___________________

Enginn stjórnmálamaður getur gengið gegn slíkum allsherjarvilja.

Ljóst er að sumir stjórnmálamenn í Reykjavík ganga ekki í hugarfarslegum takti við kjósendur sína.

Auðvitað verður Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri ef ríkur almannavilji segir að svo skuli vera.

Það eru ekki nema sárafáir sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, meira afgerarandi verður vilji kjósenda varla.


mbl.is 82% vilja flugvöllinn í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Borgarstjórinn virðist halda að Borgin sé hans prívat eign. Ég heyrði að verið væri að byggja íbúðablokkir í holtunum í Reykjavík fyrir ca. 70 Íbúðir. En það væri aðeins reiknað með 20 Bílastæðum. Nú eiga allir að fá sér hjól og hjóla í vinnu og í skólann með börnin! Er þetta ekki bara blaður? Getur þetta verið, hafa fleiri heyrt um þetta??.

Eyjólfur G Svavarsson, 22.9.2013 kl. 17:09

2 identicon

Fæstir landsmanna eru sáttir við skattana og hvernig farið er með skattfé. Reykvíkingar vildu upp til hópa sjá betri umhirðu gróinna svæða síðasta sumar (buðust samt ekki til að fjármagna það). Stjórnmálamenn ganga mjög oft gegn allsherjarvilja og augljósustu dæmin eru skattar og þjónusta. Þar verður ætíð þjónustukrafa alsherjarviljans ekki í neinu samræmi við greiðsluvilja alsherjarviljans.

Allsherjarvilji er oft því marki brenndur að þar eru einstaklingar að miða við persónulegar skammtíma langanir, með litla þekkingu og áhuga á efninu og láta tískusveiflur ráða skoðun frekar en þjóðarhag til framtíðar. Stjórnmálamönnum ber að gera það sem þeir telja best fyrir heildina og gæfuríkast til framtíðar frekar en að elta skoðanakannanir og tískusveiflur.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband