24.2.2007 | 18:23
Ekki við því að búast !
Það er ekkert öðruvísi hjá VG en öðrum í þessu þjóðfélagi, það eru alltaf einhverjir aðrir en maður sjálfur sem á að sjá um að framfylgja góðum málum. Það hvarflar ekki að mér að fólk sem er skráð í Vinstri græna líti á það sem skyldu sína að framfylgja stefnu flokksins í umhverfismálum. Ekki sem prívat einstaklingur nota bene, heldur eiga allir aðrir að nota almenningssamgöngur og hjól til að koma sér á milli staða.
Umhverfisstefna og það að lifa samkvæmt henni verður ekki til í Vinstri grænum þó svo það hafi hentað Steingrími á sínum tíma að klæða persónulegt framapot sitt í grænan búning. Það tókst honum að hluta til en hætt er við að slíkt dugi honum varla mörg ár enn. Sumir aðrir eru að vakna í þessum málaflokki. Árangur í umhverfismálum byggir á hugarfari einstaklingsins fyrst og fremst en ekki flokkum. Það er þetta hugarfar sem þarf að vinna í.
Ég minnist þess ekki að hafa séð Ögmund Jónasson eða Kolbrúnu Halldórsdóttur á hjóli en það getur vel verið að þau stundi slíkt prívat eða upp á sport. Þau nota það örugglega ekki sem daglegan ferðamáta frekar en 98% Reykvíkinga almennt.
Vinstri grænir eru flokkur sem hafa þá sérstöðu að verða til af því forustumaður þeirra fékk ekki þann frama og aðstöðu sem hann vildi við sameiningu vinstri manna á sínum tíma. Steingrímur J Sigfússon var aldrei umhverfissinni meðan hann var þingmaður Alþýðubandalagsins. Ég minnist ekki að bændasonurinn úr Þistilfirði hefði djúpstæðan áhuga á þeim málaflokki. VG er fyrst og fremst þröngsýnn sócialistaflokkur sem klætt hefur sig í dugargerfi hins græna því það hentaði á sinum tíma. Það hefur þó orðið til þess að flýta umræðu um slíkt og nú hillir undir að menn geti farið að tala um slík mál á öfgalausan hátt án slagorða og innatómra upphrópana. Þannig hafa Vinstri (grænir) hjálpað til við að koma þessum málum á dagskrá þrátt fyrir allt.
![]() |
Einn á hjóli hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.