Fyrirtækin flýja Framsókn.

 

Forsætisráðherra fór í dag yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og fjárfestingarmálum á ráðstefnu í Lundúnum. Ætlunin var að laða erlenda fjárfesta að Íslandi. En Svana gagnrýnir framgöngu ríkisstjórnarinnar í málefnum fyrirtækja hér heima.

„Við höfum áhyggjur af því að það hefur ekki verið mótuð nein framtíðarsýn, hvorki fyrir fólk eða fyrirtæki. Það eru engin áform um að aflétta gjaldeyrishöftum, svo við sjáum ekki fyrir endann á þessu ástandi sem er. Þetta hefur verið að versna, þetta hefur versnað undanfarna mánuði, og við höfum miklar áhyggjur af þeim fyrirtækjum sem eru að fara og kynnu að fara, og þessu fólki sem við erum að missa og þessum atgervisflótta.“

( ruv.is )

________________

Forsætisráðherra ferðast um heiminn og mærir krónuna, framtíðargjaldmiðil Íslands að mati Framsóknar og fleiri.

Á meðan forsætisráðherra lifir í sýndarveruleika flýja fyrirtækin Framsókn og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar.

Sá fékk nú aldeilis að heyra það frá talsmanni atvinnulífins í dag.

Drómi Íslands eru afturhaldssöm og stefnulaus stjórnvöld.

Það er hætta á ferðum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er búið að reka þetta ofan í ESB sinnann Svönu sem sagði ósatt um íslensk fyrirtæki sem væru að flýja land.

Íslenskur hátækni iðnaður er í bullandi framsókn og hefur aldrei verið öflugri.

Sama daga og Svana þessi og áróðursmeistarar RÚV fjasa um þetta er skýrt frá gríðarlega stórri fjárfestingu og uppbyggingu erlends stórfyrirtækis í hátækni lyfjaþróunar iðnaði á Íslandi.

Gunnlaugur I., 19.9.2013 kl. 23:58

2 identicon

Núverandi ríkisstjórn hefur setið í ca 100 daga og þó svo að þú hafir á henni mikla trú, Jón, þá er hæpið að ætla henni þann dugnað að hafa breytt rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, á þessum tíma, þannig að þau seu farin að flýja land í fjölda vís.  Spuning hvort aðgerðir og aðgerðarleysi síðustu ríkisstjórnar hafi ekki meira um það að segja. Reyndar talaði talsmaðurinn aldrei um ríkisstjórnina heldur um stjórnvöld. Það var fréttamaður sem kaus að nota orðið ríkisstjórnin þegar hann var að túlka orð talsmann atvinnulífsins. Ótrúlegt en satt þá eiga hinir hlutlausu fréttamenn RÚV þetta til.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband