Svona virkar Framsóknarréttlætið.

Þetta má ráða af tölum Hagstofunnar og Seðlabankans. Heimili sem eru í tveim efstu þrepum tekjustigans eru að baki um helmingi íbúðaskulda. Hafa heimili sem eru í hæstu tekjutíundinni að meðaltali 1.570 þúsund á mánuði en heimili í hæstu skuldatíundinni að meðaltali 960 þúsund krónur í mánaðarlaun, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

______________________

Svona virkar þá Framsóknarréttlætið.

Reyndar hefur þessu verið haldið fram lengi en Framsóknarmenn afneitað þessum staðreyndum.

Væntalega geta þeir varið þetta sem enn eina aðgerðina til handa þeim tekjuhæstu eins og flest það sem ný ríkistjórn hefur stundað á sínum fyrstu dögum.

Ef er til eitthvert réttlæti þá verður tryggja það að allar aðgerðir sem gerðar verða komi þeim til góða sem mest þurfa á því að halda.

Við hljótum að hafna FLÖTU  Framsóknarleiðinni.


mbl.is Tekjuháir myndu fá mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vil bara benda kurteislega á að skv. 65. gr. stjórnarskrárinnar er stjórnvöldum óheimilt að mismuna einstaklingum, þar á meðal á grundvelli efnahags. Niðurfærsla fyrir suma en ekki aðra er því lögleysa, og það hefur ekkert með það að gera hvort einhver sé tekjuhár eða með lágar tekjur. Ef það er brotist inn hjá þér og eignum þínum stolið, hlýturðu að eiga sama rétt á að fá þær til baka (ef þær finnast) eins og sá sem er tekjuhærri, eða eftir atvikum lægri. Ekki satt? Það væri undarlegt réttlæti ef ætti að gera hluta ránsfengsins upptækan, vegna þess að þú "þarft ekki að fá hann til baka".

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2013 kl. 13:04

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég myndi nú fara varlega enn sem komið er enda aðeins einn maður frammara að gaspra.

Reyndar er þó 65.greinin sem vitnað er í hér að ofan svo margbrotin að það er ekkert eftir nema duft.

Góð dæmi þar um eru "sérstakur skattur á lífeyrissjóði" og "almennur niðurskurður vs verðtrygging".

Óskar Guðmundsson, 19.9.2013 kl. 16:27

3 identicon

Ef er til eitthvert réttlæti þá verður tryggja það að leiðréttingar lána verði ekki notaðar til neins annars en leiðréttingar lána. Sama hver tók lánið, hvaða tekjur hann hefur eða hvaða skóstærð hann notar. Krafan um að hinir tekjulægri einir skuli njóta leiðréttingar bendir til þess að fólk telji að ekki sé um leiðréttingu að ræða heldur styrk frá ríkinu til efnaminni lánþega. Styrki og ölmusur er hægt að takmarka við hámarks tekjur og eignir, leiðréttingar takmarkast aðeins við skekkjuna. Þeir sem vilja aðeins lækka greiðslubyrgði hinna tekju og efnaminni eru því ekki að tala um leiðréttingu.

Ufsi (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband