Klaufagangur Framsóknarráðherranna truflar Sjálfstæðismenn.

 

„Ég tel að ýmislegt gerist hægt og bítandi. Eins og í landbúnaði, hnignun landbúnaðarins og sömuleiðis að íslensk fyrirtæki velji sér aðra mynt en við alþýðan sitjum eftir með íslenska krónu sem verður notuð lausbeisluð til að fella gengið eftir þörfum. Og mér geðjast ekki að því að hér verði láglaunaland með gengisfellingum og árangri í ferðaþjónustu sé þakkað lágt gengi.“

Þetta sagði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í umræðum um Evrópumál á Alþingi í dag, en utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu um stöðu mála í aðildarviðræðum við ESB í morgun.

( Eyjan.is )

Utanríkisráðherrann átti enn einn stórleikinn á þingi. Hann talar í hringi og frekar erfitt að henda reiður á hvað hann er að meina eða hvert hann er að fara.

ESB klúður ráðherrans er ófaglegt og niðurlægjandi fyrir Alþingi.

Sumir Sjálfstæðisþingmenn eins og t.d. Vihjálmur Bjarnason og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sjá klúðrið og hafa af því áhyggjur.

Forneskja Framsóknarflokksins er erfið fyrir þá sem hafa nægilega víðsýni til að átta sig á hvert stefnir.

Stefna Framsóknarflokksins er að halda almenningi á Íslandi í vistarböndum pólítskra fyrirgreiðslumanna, þar sumir fá aðgengi að betra lífi en aðrir sitja í böndum og fastir í geðþóttaákvörðunum þröngsýnna og gamaldags stjórnmálamanna.

Sumir segja í boði kaupfélags norður í landi, hvort sem það er rétt eða ekki.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er milli steins og sleggju. Frjálslyndari þingmenn þingflokksins eru hundsvekktir út í aðgerðir utanríkisráðherra sem sannarlega er ekki starfi sínu vaxinn.

Um það er ekki deilt lengur

 

Hvernig ætlar BB að friða sína menn ?

 

Hversu lengi munu þeir halda þetta út, Sjálfstæðismenn, sem horfa aðeins lengra í lífi þjóðar en því sem nemur einu kjörtímabili. ?


mbl.is Utanríkisráðherra á þunnum ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Unnið er að framkvæmd stefnu Framsóknarflokksins sem Sjálfstæðisflokkurinn var á móti fyrir kosningar.

Munu sjálfstæðismenn láta þetta yfir sig ganga? Ef ekki ættu Bjarni Ben, Árni Páll og Katrín Jakobs eða Guðmundur Steingríms að fara að tala saman. SDG gefur sig ekki.

Stefna Framsóknarflokksins leiðir til aukins ójöfnuðar í formi niðurgreiðslu lána hinna best settu sem munu fá í sinn hlut mikinn meirihluta lánalækkunarinnar. Þeim fjármunum væri betur varið í Landspítalann og að greiða niður skuldir ríkisins.

Almenningur gerir sér enga grein fyrir að hér er stefnt að gífurlegri tilfærslu fjár frá hinum verr settu til hinna betur settu. Jafnvel þeir sem fá umtalsverða lánalækkun munu tapa. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 14:23

2 identicon

Mig hryllir við að þurfa að búa við þessa stjórn næstu 4 árin, hafandi þessa ands. afturhaldsflokka við völd.

Helgi jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 14:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að lögfræðingar Sjálfstæðisflokksins átta sig ekki á stjórnarskrárbroti utanríkisráðherra sem er að taka sér vald sem heyrir undir Alþingi.

Hvenær þeir átta sig á lögleysunni skal ósagt látið en mikil virðist vera langt í kveikjuþræðinum. Loksins þegar kviknar á perunni hjá þeim þá verður hvellur, já mikill hvellur!

Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2013 kl. 15:09

4 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Árni Þór Sigurðsson er aumkvunarverður einstaklingur. Hann talar um þingræði, en það er einmitt vegna þingræðisins að nýr meiriihluti á þingi getur, og hefur vald til þess, að salta aðlögunarviðræðurnar um ókomna tíð.

Aðildarumsóknin var á sínum tíma klárt stjórnarskrárbrot og ekki kölluðu stjórnarflokkarnir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá, því að þeir vissu að þeir myndu tapa. Ekki vildu þeir heldur bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallaðan aðildarsamning (sem jú er Lissabon-sáttmálinn án varanlegra undanþága, og allir þekkja þann sáttmála sem á annað borð nenna að lesa hann).

Nei, eina ESB-klúðrið var þegar Jóhönnustjórnin sendi inn formlega aðildarumsókn 2010 og það eina í stöðunni nú var að leggja hana á ís og leggja niður samninganefndina, sem og hefur verið gert. Life is good.

"Hvernig ætlar BB að friða sína menn ?" spyr Guðjón. Sannleikurinn er að öllum er skítsama, það treystir Bjarna enginn eftir Icesave-klúðrið og ESB-tvískinnungsháttinn hjá honum forðum daga. Það var ekki að ástæðulausu, að ÓRG fól Sigmundi að mynda nýja stjórn í stað Bjarna. Auk þess hafa ESB-sinnar eins og Benedikt Zoëga og Þorgerður Katrín engin völd innan flokksins. BB á bara að sinna sínu eigin ráðuneyti og láta Gunnar Braga um utanríkismálin, sem Gunnar jú hefur gert mjög vel.

En það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ESB-sinnana innan VG engjast: Árna Þór, Steingrím, Björn Val, Katrínu Jakobs. Þau sviku sína kjósendur og upplifðu fylgishrun. Vonandi hætta þau að væla og reyna að læra einhverja lexíu af þessu.

Austmann,félagasamtök, 12.9.2013 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband