Pólistíkt dauðastríð Framsóknar.

 

Framsóknarflokkurinn reis úr 12% í hátt í 30% þegar mest var fyrir kosningar í vor.

Niðurstaðan varð að fjórðungur kjósenda ákvað að setja x við B.

Ástæður þessa eru öllum kunnar, Framsóknarflokknum tóks að telja landsmönnum trú um að þeir hefðu leyst Icesave og síðan lofuðu þeir skuldurum hundruð milljarða skuldaniðurfellingu.

Margt að þessu átti eimitt að gerast strax, þ.e. í sumar, því kjósendur skilja orðið STRAX eins og það er sagt.

Þrotabú LB er að greiða niður Icesave eins og alltaf stóð til en óleystur er sá hluti sem snýr að vöxtum. Framsóknarflokkurinn breytti raunverulega engu, málið er í þeim farvegi sem alltaf var í kortunum.

Nú eru liðnir 3 mánuðuðir + frá stjórnarmyndun. Ekkert af kosningaloforðum Framsóknar hafa orðið að veruleika, flest eru þau í nefnd.

Í millitíðinni hafa þeir staðið að milljarða afslætti til ríkra fyrirtækja og einstaklinga.

Ráðherrar flokksins hafa verið ákaflega mistækir og ljóst er á skrifum bloggara og fréttaflutningi að mögum er þegar nóg boðið.

Forsætisráðherra er hrokafullur og svarar engu efnislega en þeim mun duglegri í frösum og persónlegum árásum.

 Pólitíkt Innistæðuleysi hans er algjört.

Nú er fylgi Framsóknar hrunið í 15% í könnunum, það er drjúgt á ekki lengri tíma að tapa helmingi þessi fylgis sem flokkurinn var að mælast með þegar trú manna á flokknum var í hæstu hæðum eftir áramótin.

Í raun má segja að þetta sé hreinlega pólitískt dauðastríð flokks í forustu ríkisstjórnar.

Það verður erfitt fyrir samstarfsflokkinn að þola að vera hjól undir vagni flokks sem tapað hefur öllum trúverðugleika.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í góðum málum. Er að mælst með fylgi sem er langt undir því sem kallað er " eðlilegt " á þeim bænum.

En það er hátíð hjá þeirri stöðu sem flokkur forsætisráðherra er kominn í þessa dagana.

Það má orða það þannig að nú standi pólitískt dauðastríð NÝ-Framsóknar sem hæst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hefur þér ekki dottið í hug hverjir stjórna þessum Glæpaflokk sem kallar sig Framsóknarflokk?????????

Vilhjálmur Stefánsson, 9.9.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband