9.9.2013 | 09:11
Verði öllum að góðu ?
Ákafi einkennir þá sem mæta í fjöru og fara að skera sér bita af sjálfdauðum hval í hugsanlega mengaðri fjöru. Veit ekki hversu vel er staðið að skolphreinsun á þessu svæði og sennilega veit það enginn sem þarna er að ná sér í kjöt.
Heyrst hefur að peningaglampi hafi komið í augu kaupmanna í Reykjavík.
En það versta er og kom fram í fréttum RÚV.
____________
Fjöldi fólks hefur skorið sér kjöt af hræjunum í dag. Kjötið úr þeim inniheldur talsvert magn af þrávirkum lífrænum efnum. Það er eindregið mælt gegn því að þungaðar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma neiti grindhvalakjöts. Þrávirk lífræn efni geti haft skemmandi áhrif á fóstur en þau hafa yfirleitt einhvers konar hormónavirkni. Einnig geti þau haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfið.
ruv.is.
_________________
Samkvæmt þessu er þetta kjöt hreinn óþverri, mengað og dýrin sjálfdauð.
Kannski á maður ekki að segja verði ykkur að góðu.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mörg þessara dýra voru nú ekki sjálfdauð, svo það sé á hreinu. Þeim var ekki viðbjargandi þarna í fjörunni og nánast hálfdauð þar sem þau komust ekki út.
Skil nú ekki hvað skolphreinun á þessu svæði ætti að koma málinu við? Þetta eru bara dýr sem lifa í sjónum og komu upp á land, þau hafa mér vitanlega ekki verið að þvælast mikið í skolplögnunum á þessu svæði. Dýrin voru einnig dregin á land áður en þau voru skorin.
Varðandi þessi þrávirku efni, hefur einungis verið varað við því að þungaðar konur og börn séu ekki að neyta þessa kjöts. Það er líkt og með marga aðra fæðu. Það er víst að mikið af kjöti á norðlægum slóðum er mengað að einhverju leiti af kvikasilfri og PCB. Þannig er það bara, getum engum öðrum en sjálfum okkur kennt um þá mengun. Þetta hefur að minnsta kosti ekki farið illa í heimamenn hingað til, þó svo snefilefnin safnist kannski upp og drepi okkur á endanum. :=)
Ægir (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.