Vandræði ríkisstjórnarflokkana.

ESB málin eru stjórnarflokkunum erfið.

Hinn afturhaldsami Framsóknarflokkur er að stuða frjálslyndari þingmenn Sjálfstæðisflokksins með alvarlegum hætti.

Bjarni formaður veit varla í hvorn fótinn hann á að stíga, slær úr og í.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er einn þessara frjálslyndari þingmanna en þeir eru nokkrir. Hún lætur hafa eftir sér.

„Þetta mál er að verða frekar vandræðalegt. Í mínum huga er það alveg ljóst að þegar Alþingi ályktar í þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að gera eitthvað, einstökum ráðherra eða ríkisstjórninni í heild sinni, þá hefur löggjafarvaldið falið framkvæmdarvaldinu að vinna að einhverju og framkvæmdarvaldið situr raunverulega í umboði löggjafarvaldsins,“ segir Ragnheiður.

Ragnheiður segir enga ríkisstjórn geta ákveðið að hún þurfi ekki að fara að vilja Alþingis.

Hinn reynslulausi og oft á tíðum kjánalegi utanríkisráðherra fór framúr sér á upphafsdögum sínum í ráðuneytinu og blés af einn og óstuddur ESB viðræðurnar.

Eða svo hélt hann en þau ummæli komi í hausinn á honum eins og bjúgverpill.

Já þetta mál er stjórnarflokkunum erfitt, og nú á eftir að koma í ljós hvort formaður Sjálfstæðisflokksins stígur í framsóknarfótinn eða flokksfótinn.

Reyndar sama í hvorn fótinn hann stígur, málið er vandræðamál fyrir ríkisstjórnina.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband