6.9.2013 | 07:46
Ísland, land í hlekkjum hugarfarsins.
Laun á Íslandi eru með þeim lægstu sem þekkjast í Evrópu.
Vextir á Íslandi væru dæmdir okurvextir í flestum löndum sem við viljum bera okkur saman við.
Íslenska krónan er örgaldmiðill sem hefur enga stöðu á erlendum mörkuðum og hoppar til og frá og upp og niður án nokkurrar viðspyrnu.
Ísland er hrávöruland og mest allur útflutningur er hrávara sem tekur mestan virðisauka utan landssteina á hagnaðar fyrir landsmenn.
Alið er skipulega á þjóðrembu og útlendingahatri.
Fyrirkomulag lánamála dæmir venjulegar fjölskyldur að hungurmörkum sem fæstir eiga nokkurn möguleika á að breyta.
Leigumarkaður er frumskógur þar sem leigutakinn á engan rétt, á honum er okrað og honum hent til og frá eftir geðþótta.
Verðbólgan hreinsar af kaupmátt og launahækkanir nánast samstundis.
Vöruverð er himinhátt og hækkar stjórnlaust, í takti verðbólguna.
Ákveðnum hópum er veittur aðgangur til sjálftöku af stjórnmálamönnum.
Allir þeir sem vilja ráðast að rótum vandast með meiriháttar strúktúrbreytingum á íslensku þjóðfélagi eru úthrópaðir sem landsölumenn og asnar.
Flesta íslenska stjórnmálamenn skortir framtíðarsýn og hjakka í sama farinu, sem gengur út á að ekkert breytist og landinu haldið utan þeirra hræringa sem einkenna breyttan heim.
Stjórnmálaflokkar eru sérstaklega notaðir til að viðhalda óbreyttu ástandi.
Forréttindi fárra á kostnað fjöldans er það ástand sem flestir stjórnmálamenn hafa að leiðarljósi.
Ísland er land í hlekkjum hugarfarsins.
Við höldum að við séum stór og sterk og engum háð, það er það hugarfar sem gefur ákveðnum stjórnmálaflokkum að viðhalda stöðunni, " forréttindi fárra á kostnað fjöldans"
Spilað af pólitískri fagmennsku á þjóðarstolt og þjóðrembu.
Meðan þjóðin nær ekki að brjótast út úr þessu ástandi verður hún í hlekkjum hugarfarsins og þjónn fárra á eigin kostnað.
Þar með er allur almenningur og fjölskyldur dæmdar að hungurmörkum meðan aðrir fitna.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslenzka krónan hoppar nú frekar lítið upp og niður á síðustu mánuðum og ekkert frekar en evran með sinn skuldahrjáða markaðsbúskap á bakinu.
Einn er það hins vegar sem hoppar hvorki upp né niður í staðfestu sinni: evrókratinn Jón Ingi Cæsarsson í algerri fylgispekt við 12,9% flokk sinn Samfylkinguna, sem fekk svo verðuga útreið glöggrar þjóðar í síðustu kosningum, tapaði langt yfir helmingi fyrra kjörfylgis síns, og er talað um, að sjaldan eða aldrei hafi evrópskir kjósendur veitt stjórnmálaflokki aðra eins ráðningu!
En Jón Ingi heldur sínu striki: beint inn í Brusselveldið, sem þó fer með hótunum og yfirgangi og viðskiptabanni gegn norrænum þjóðum -- og veittist einnig harkalega að okkur í Icesave-málinu. Þar finnur Jón Ingi sína daglegu sáluhjálp.
Jón Valur Jensson, 6.9.2013 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.