4.9.2013 | 21:25
Forsætisráðherra bregst málstaðnum.
Obama situr nú kvöldverðarfund með leiðtogum Norðurlandanna í embættisbústað forsætisráðherra Svíþjóðar í Stokkhólmi. Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu lögðu kokkar forsætisráðherra áherslu á að matreiða hefðbundinn sænskan mat fyrir gestina, og að nota fersk, sænsk hráefni.
Kvöldverðurinn er þrírétta og hljómar matseðillinn í heild sinni svo:
Léttreykt bleikja með kavíar, sýrðum rjóma bragðbættum með sítrónu, og grilluðu brioche-brauði.
Dádýrskjöt með svörtum trufflum, týtuberjum, rósakáli, kastaníuhnetum, kantarellum og ofnbökuðum kartöflum.
Frosinn ástaraldinsbúðningur með ferskum hind-, blá- og brómberjum.
_______________________
Ljóst er að forsætisráðherra hefur brugðist málstað ESB andstæðinga og hefur lagt sér til munns hreinræktaða ESB máltíð í ESB landi.
Reikna má með að stjórn Heimssýnar taki málið fyrir á sérstökum fundi strax á morgun.
Þaðan má búast við alvarlegri áminningu og líklegt að komi fram tillaga um að forstætisráðherra verði framvegis nestaður á ferðum sínum á ESB svæðinu.
Líklegt er að í nestisboxinu verði lambakjöt af Austurlandi og siginn fiskur frá Húsavík.
Kartöflurnar verði að sjáfsögðu frá Lómatjörn.
Eitt er víst, svona getur þetta ekki gengið lengur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öfundin getur oft hlaupið með menn í gönur.Það fær ekki hver sem er að sitja til borðs með forseta Bandaríkjanna.Hefðbundin sænskur matur var á borðum, eins og komið hefur fram,ekki ESB pizzur.
Sigurgeir Jónsson, 4.9.2013 kl. 23:04
Hvenær hafa andstæðingar inngöngu í ESB ,verið á móti sænsku hversdags fæði. nam nam
Snorri Hansson, 5.9.2013 kl. 02:32
Sigurgeir, ef það hefur farið framhjá þér þá er Svíþjóð í ESB.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.9.2013 kl. 13:44
Jón Ingi ertu nú alveg að flippa út, þetta er það heiskulegasta sem ég hef heirt!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 5.9.2013 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.