Forsætisráðherra bregst málstaðnum.

Obama situr nú kvöldverðarfund með leiðtogum Norðurlandanna í embættisbústað forsætisráðherra Svíþjóðar í Stokkhólmi. Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu lögðu kokkar forsætisráðherra áherslu á að matreiða hefðbundinn sænskan mat fyrir gestina, og að nota fersk, sænsk hráefni.

Kvöldverðurinn er þrírétta og hljómar matseðillinn í heild sinni svo:

Léttreykt bleikja með kavíar, sýrðum rjóma bragðbættum með sítrónu, og grilluðu brioche-brauði.

Dádýrskjöt með svörtum trufflum, týtuberjum, rósakáli, kastaníuhnetum, kantarellum og ofnbökuðum kartöflum.

Frosinn ástaraldinsbúðningur með ferskum hind-, blá- og brómberjum.

_______________________

Ljóst er að forsætisráðherra hefur brugðist málstað ESB andstæðinga og hefur lagt sér til munns hreinræktaða ESB máltíð í ESB landi.

Reikna má með að stjórn Heimssýnar taki málið fyrir á sérstökum fundi strax á morgun.

Þaðan má búast við alvarlegri áminningu og líklegt að komi fram tillaga um að forstætisráðherra verði framvegis nestaður á ferðum sínum á ESB svæðinu.

Líklegt er að í nestisboxinu verði lambakjöt af Austurlandi og siginn fiskur frá Húsavík.

Kartöflurnar verði að sjáfsögðu frá Lómatjörn.

Eitt er víst, svona getur þetta ekki gengið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öfundin getur oft hlaupið með menn í gönur.Það fær ekki hver sem er að sitja til borðs með forseta Bandaríkjanna.Hefðbundin sænskur matur var á borðum, eins og komið hefur fram,ekki ESB pizzur.

Sigurgeir Jónsson, 4.9.2013 kl. 23:04

2 Smámynd: Snorri Hansson

Hvenær hafa andstæðingar inngöngu í ESB ,verið á móti sænsku hversdags fæði. nam nam

Snorri Hansson, 5.9.2013 kl. 02:32

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir, ef það hefur farið framhjá þér þá er Svíþjóð í ESB.  

Jón Ingi Cæsarsson, 5.9.2013 kl. 13:44

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón Ingi ertu nú alveg að flippa út, þetta er það heiskulegasta sem ég hef heirt!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.9.2013 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband