1.9.2013 | 18:40
Töfrasprotinn sem týndist.
Þetta er í sjálfu sér ekki ný staða, segir Kristján. Ég hef bent á þetta áður, bæði í greinum og í umræðum í sumar og haust. Ráðuneytið hefur engan töfrasprota til að leysa þetta í einu vetfangi. Það er miklu frekar að þetta sé sameiginlegt vandamál okkar allra sem þarfnast lausnar með aðkomu margra aðila.
Hann segir ráðuneytið þó vafalítið hafa forgöngu um það með heilbrigðisstéttum að finna lausn á vandanum. Þetta er bara mjög alvarleg staða.
__________________
Grafalvarlegt mál sem flestum var ljós fyrir og eftir hrun.
En í kosningabaráttunni fannst töfrasproti sem Framsóknarmenn ætluðu að nota við niðurfellingu skulda heimilanna og Sjálfstæðismenn til að lækka skatta og gjöld á auðmenn.
Þrátt fyrir þetta er nú allt í vanda og kaldakoli.
Töfrasprotinn hvarf og týndist eftir 27. apríl.
Framsóknarmenn hafa hann þó enn undir höndum þó svo Sjálfstæðismenn hafi tapað honum, og vandinn orðinn illleysanlegur þeirra megin í stjórnarsamstarfinu.
Líklega væri ráð að Sjálfstæðismenn fengju töfrasprota Framsóknar lánaðan meðan skuldavandi heimilanna er í nefnd hjá þeim.
Þá gæti þetta blessast að einhverju leiti.
Enginn töfrasproti í ráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn heilbrigðisráðherra hefur tekið við jafn slæmu búi og Kristján. Búið var að rústa þessu öllu áður.
Mikið uppbyggingastarf liggur fyrir. Þó ekki nýbyggingastarf.
Ágúst J. (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 19:30
Vonandi fer að renna upp fyrir framsjöllum, í það minnsta "partial", hversu hrikalegar afleiðingar hálfvita pólitík Dabba og Dóra hafði fyrir íslenska samfélagið. Mér þætti ekki ólíklegt að endurreisnin gæti tekið allt í hálfan mannsaldur.
Já, Davíð Oddsson ætlar að verða okkur dýr.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 20:20
"Velferðarstjórnin" sem þú mærðir alltaf svo mikið Jón Ingi, lét heilbrigðisþjónustuna grotna niður. Notaði peningana frekar til að belgja út ríkisbáknið, útaf ESB umsókninni. Hennar "töfrasproti" var ESB, alveg sama hver spurningin var svarið hjá krataliðinu var alltaf ESB. En kratar hafa alltaf svínbeygt sig fyrir erlendu valdi. Þessi undirlægjuháttur krata gagnvart útlendingum kom í ljós sjálfstæðisbaráttunni og einnig í landhelgismálunum. En nú verður farið í að vinda ofanaf þessu ESB bruðli í stjórnkerfinu og peningarnir notaðir í heilbrigðiskerfinu til að hjálpa veiku fólki, en verst þykir mér að engin lækning hafi fundist á krataeðlinu. (undirlægjuhættinum sem ég nefni áður)
Hreinn Sigurðsson, 2.9.2013 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.