Vilhjálmur verkalýðsgúrú styður ríkisstjórnina.

Vilhjálmur er ósáttur við þennan málflutning frá lektor í stjórnmálafræði og segir í pistli á Pressunni að samkvæmt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eigi tillögur um leiðréttingu á forsendubresti heimilanna  að liggja fyrir í lok nóvember en tillögur um afnám verðtryggingar fyrir áramót.

__________________

Vilhjálmur nokkur, verkalýðsleiðtogi er ósáttur við að ríkisstjórninn sé gangrýnd og gefur sér það að andstæðingar hennar voni að skuldaleiðrétting heimilanna og afnám verðtryggingar klikki.

Hann er svo eindreginn stuðningsmaður Framsóknarflokksins að hann heyrir ekki nema hluta af því sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir eða þá....

hann styður heilshugar það sem hún hefur þegar gert og gert ekki..

  • Hann styður þá væntalega lækkun veiðigjalds á stórútgerðirnar.
  • Hann styður lækkun vaxtabóta.
  • Hann styður lækkun eignaskatta á stóreignafólk.
  • Hann styður aðför LÍN og menntamálaráðherra að námsmönnum.
  • Hann styður fyrirhugaða lækkun skatta á hátekjufólk

o,s, frv. Ekkert af þessu hefur verkalýðsleiðtoginn tekið til umfjöllunar og haft skoðun á

Hann veit líka að verðbætur verða ekki afnumdar, það mundi setja lágtekju og millitekjufólk á hausinn vegna hárrar greiðslubyrði í ótryggu umhverfi verðbólgu og ónýtrar krónu.

Verðbætur eru valkostur en ekki eina úrræðið í dag, það ætti hann að vita.

Svo setur hann fram kenningu um að allir stjórnarandsstæðingar bíði og voni að ríkisstjórninn klíkki á flatri lækkun skulda á alla.

Væntalega verður hann glaður þegar skuldir stóreignamanna og ríkra verða lækkaðar um 20% á kostnað ríkissjóðs.

Það er gott fyrir verkamenn að hafa svona öflugan talsmann sem styður ríkisstjórnina.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er það misminni hjá mér að vaxtabæturnar hafi verið lækkaðar í fyrra?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.9.2013 kl. 14:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rangt..

Jón Ingi Cæsarsson, 2.9.2013 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband