Forpokuð Framsókn með ESB viðræður í gíslingu.

53 prósent vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) en 35,1 prósent vill slíta viðræðum samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Já Ísland. 11,3 prósent sögðust hlutlausir.

 

Stuðningur við að ljúka viðræðum hefur því aukist á ný, en í könnun sem lögð var fyrir í júní vildu 49,6 prósent klára viðræðurnar, en 41,1 prósent slíta þeim.

( visir.is )

Meirihlutafylgi er við að ljúka viðræðum í öllum flokkum nema Framsókn.

Lítið menntað fólk og Framsóknarmenn vilja ekki ljúka viðræðum.

Þó munar litlu á þeim sem hafa einungis grunnskólapróf en meiru á Framsóknarmönnum.

Þar vill aðeins 27% ljúka viðræðum sem er víðsfjarri því sem sést í öðrum flokkum.

 

Stuðningur við að ljúka viðræðum eykst hratt með aukinni menntun.

55 prósent fólk með framhaldsskólapróf vill ljúka viðræðum og 34 prósent slíta.

Og þegar horft er til fólks með háskólapróf þá vilja 67 prósent ljúka viðræðum, en einungis 26 prósent slíta þeim. 

 

Niðurstaðan er því að það er hinn afturhaldssami Framsóknarmaður sem er afgerandi á móti að klára en flestir aðrir vilja ljúka viðræðunum.

Varla fara stjórnmálaflokkar á Íslandi að ganga gegn svo afgerandi skoðunum kjósenda.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Varla fara stjórnmálaflokkar á Íslandi að ganga gegn svo afgerandi skoðunum kjósenda." Jú Framsókn er alveg trúandi til þess enda reikar andi frænda míns frá Hriflu um alla sali framsóknar. Engin tengsl við ljót og óholl útlönd fyrir okkur hina hreinu íslendinga.

Anna María Sverrisdottir (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB hefur engan áhuga á að ljúka viðræðunum.En hægt er að stilla því upp við vegg.Fara beint í sjávarútvegskaflann og ef ESB hafnar því þá er að sjálfsögðu ekkert um að ræða.Þvættingurinn "að ljúka viðræðunum er að sjálfsögðu bull.Ekkert liggur fyrir um að ESB undirriti nokkurntíma eitthvað sem þeir vita að verður kolfellt á Íslandi.Það myndi ekki virka vel á þær þjóðir sem ESB er að kúga.En vissulega væri hægt að fara bara með það í kosningu sem nú liggur fyrir.Það er hvort íslendingar vilji ganga í ESB.Nei við bulli um að ljúka viðræðum, sem trúlega mun aldrei ljúka ef ESB fær að ráða.

Sigurgeir Jónsson, 30.8.2013 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband