24.8.2013 | 19:44
Skattalækkanir hinna ríku.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun að ríkisstjórnin hyggðist ekki framlengja álagningu auðlegðarskatts. Skattinn sagði hann hugsanlega ganga gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Auðlegðarskattur manna reiknast þannig við álagningu 2013 og 2014:
- Af auðlegðarskattsstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.
- Af auðlegðarskattsstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 1,5%.
- Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 2%.
Þetta kemur ekki á óvart.
Enginn meðajón á eignir upp á 75-100 milljónir.
Þetta eru þeir efnameiri. Hér er verið að tala um skuldlausa eign.
Áherslur formanns Sjálfstæðisflokksins eru að létta byrðum af þeim sem meira eiga og færa byrðarnar á meðaljóninn og lágtekjufólk.
Merkilegt í ljósi þess að háværastu kvartanir formannsins eru að staða ríkissjóðs sé erfið og boðar niðurskurð og þjónustulækkarnir.
En þetta ætti ekki að koma kjósendum á óvart, Sjálfstæðisflokkurinn er grímulaus hvað þetta varðar, annað með Framsókn sem þykist málsvari þeirra sem minna eiga - á tyllidögum.
Heyrst hefur að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hagnist persónulega um 19 milljónir króna á þessum gjörningi.
Kannski er það nærri því sem meðaljóninn á skuldlaust eftir ævistarfið.
Auðlegðarskattur ekki framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einfaldlega verið að efna kosningaloforð.
Þú ert nú ekki lengi að benda á ef það er ekki gert.
Hvernig væri að v era sjálfum sér samkvæmur.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 20:36
Stendur ekki í blogginu að það komi ekki á óvart Birgir ??
Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2013 kl. 21:01
En það þýðir ekki að þetta sé réttlátt og sanngjarnt, það er allt önnur saga.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2013 kl. 21:02
Ég er reyndar sammála þér Jón að það er annað sem ætti að vera í forgangi.það eru óefnd kosningaloforð varðandi hag heimilanna og að koma atvinnulífinu í gang.Á því á að byrja.Ég Ætla ekki að tjá mig um réttlæti þessarar skattlagningar.Fór reyndar alveg framhjá mér þegar hann var settur á.En ég vil hins vegar benda á skoðun mína varðandi ellilífeyri sem er þá lund að allir eigi að fá jafna upphæð þegar kemur að töku ellilífeyris,jafnt tekjulágir og tekjuháir og að sjálfsögðu hærri upphæð en þeir tekjulágu þurfa að sætta sig á í dag.Og að leggja eigi lífeyrissjóðina niður alla sem einn og sameina þá ellilífeyriskerfi ríkisins.Kannski mætti koma þessu kerfi á í staðinn þegar búið er að afnema þennan skatt.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.