23.8.2013 | 11:08
Framsókn er afturvirk tímavél.
Þeir hafa snúið svo hratt við að það er að renna upp fyrir fólki að nýju valdhafarnir eru gömlu valdhafarnir.
DV.is.
Það er svolítið fyndið nafnið á FRAMSÓKNARflokkunum.
Flokkurinn var stofnaður 1916 og hefur í rauninni lítið breyst. Áratugum saman hafa landsmenn talað um fyrirgreiðsluna og spillinguna í flokknum og það er einhvernvegin samofið sögu hans og kemur upp í huga flestra þegar þeir heyra minnst á flokkinn.
Hvort hann er spilltur veit ég ekki, en ég veit þó að það var ekki verra að vera í Framsóknarflokknum fyrir þá sem það vildu þegar flokkurinn var við völd, sem var lengi.
Síðustu vikur hefur Framsóknarflokkurinn gengið í endurnýjan valdalífdaga.
Kjósendur trúðu loforðum flokksins og aðeins hafði snjóað í gömlu sporin frá því fyrir hrun þegar flokkurinn lék lykilhlutverk í þeim aðdraganda ásamt Sjálfstæðisflokknum.
Framsókn mætt á ný.
Búið var að skipta út allri framlínunni og margt ung fólk komst í valdastóla.
En gamli Framsóknarflokkurinn hafði ekkert breyst.
Fyrstu verk hans voru að tryggja forréttindahópum lykilaðstöðu og stórútgerðum var réttur feitur tékki.
Síðan hefur flokkurinn mætt með sín gömlu stefnumál, ásýndin hefur ekkert breyst með unga fólkinu, það virðist jafn gamalt í hugsun og flokkurinn.
- Enn stendur flokkurinn að landbúnaðarkerfi sem tryggir vistarband bænda, greinin getur hvorki lifað né dáið, þessu má ekki breyta.
- Skattgreiðendum er gert að greiða niður landbúnaðarvörur með sköttunum sínum.
- Flokkurinn berst gegn öllum erlendum áhrifum og árherslum, til valda er kominn utanríkisráðherra sem virðist hafa 19. aldar sýn á samskipti þjóða.
- Ísland á ekki að eiga aðild að neinum erlendum bandalögum. ( Nató og SÞ er í lagi, búnir að heimsækja þá )
- Sami ráðherra telur að vald sitt sé æðra Alþingi.
- Umhverfismál eru tekin af dagskrá og enginn umhverfisráðherra er starfandi ( skúffan )
- Íslenska krónan mun verða gjaldmiðill landsins til næstu áratuga.
- Bein pólitísk afskipti af ýmsum málum endurvakin, m.a. í skipulags og sjávarútvegmálum.
- Góðvinum flokksins raðað í embætti og samráð og samvinna tekin af dagskrá.
Það er ljóst að meðan Framsóknarflokkurinn er við völd og hefur Sjálfstæðisflokkinn í vasanum breytist ekkert á Íslandi.
Allar lausnir eru skammtímalausnir og framsíðarsýn engin.
Framsóknarflokkurinn er afturvirk tímavél sem hefur nú þegar fært þjóðina á sama stað og fyrir hrun, íslenska kúrnum skal troðið í landsmenn, sem tryggir að ekkert breytist á Íslandi næstu árin.
Ljótt er ef satt er.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.