Loftbólan Framsókn.

Engar viðræður eru hafnar við kröfuhafa föllnu bankanna. Forsætisráðherra segir að kröfuhafar þurfi að sýna frumkvæði.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Kjarnanum sem kom út í fyrsta skipti í dag.

Í viðtalinu er forsætisráðherra meðal annars inntur eftir efndum á kosningaloforði Framsóknarflokksins um skuldaleiðréttingar. Sigmundur Davíð áréttar að það hafi aldrei staðið til að senda ávísun í pósti strax í sumar.

Eyjan.is.

_________________________

Formaður Framsóknarflokksins veifaði bröndum og æpti á torgum.

Peningar verða slitnir út úr hrægömmum og vogunarsjóðum með góðu eða illu, þeir fá að borga.

En það var fyrir kosningar.

Nú veifar formaður Framsóknarflokksins engum bröndum og æpir ekki á torgum..

Hann læðist með veggjum.

  • Ég sagði aldrei að ætti að borga í sumar. Það bara heyrði það enginn.
  • Kröfuhafar ( vogunarsjóðirnir og hrægammarnir) verða að eiga frumkvæðið.
  • Málið verður umdeilt.

Stormurinn og skýjaklakkarnir frá í vor hafa orðið að hvítum gufuhnoðra á haustdögum.

Eftir sitja kjósendur Framsóknarflokksins og hafa það sterkt á tilfinningunni að þeir hafi verið plataðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Eftir sitja kjósendur Framsóknarflokksins og hafa það sterkt á tilfinningunni að þeir hafi verið plataðir."Má skilja þetta svo að þú hafir kosið þennan flokk og finnst þú hafa verið plataður?Var ekki bara betra að sitja heima eins og ég og sleppa að kjósa þessa  pólitíska viðrini,Sjálfstæðisflokk,Framsókn,Samfylkingu og Vinstri G?

Jósef Smári Ásmundsson, 22.8.2013 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband