Framkvæmdir á fullu hjá Landsvirkjun.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra vill að Landsvirkjun láti vinna nýtt umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun. Ný þekking og mikil reynsla hafi bæst við frá því umhverfismatið var unnið fyrir 10 árum. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans.

____________________

Góðar fréttir frá Sigurði Inga.

Þó svo ekki beri mikið á framkvæmdum í Mývatnssveit þá er allt á fullu í framkvæmdum á svæðinu og hafa verið í þó nokkuð langan tíma.

Þær eru að hólabaki og fáir taka eftir þeim eða vita af þeim.

Nú er að vona að meirihlutinn á Alþingi og ráðherrar hafi pólítískt þor að stöðva framkvæmdir og gera Landsvirkjun að setja málið á ís og rigga upp nýju umhverfismati.

Ljóst er að þá hægir um verkefni hjá mörgum í bili og kannski alveg, allt eftir hvort verður farið í nýtt umhverfismat eða ekki. 

 Nýtt mat gæti allt eins útlokað þessa virkjun og þá hafa miklir fjármunir farið í súginn hjá Landsvirkjun.

Jafnframt gæti það seinkað að orka berist til þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á þessu landssvæði.

 

Þess vegna þarf pólitískt þor að stöðva framkvæmdir á þessu stigi.

Það má svo sannarlega vona að svo verði áhættan er mikil.


mbl.is Bjarnarflagsvirkjun fari í nýtt umhverfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta finnst mér jákvætt hjá Sigurði Inga Jóhannssyni. Og tel ég mig þó alls ekki öfgamanneskju í náttúruverndarmálum.

Almenningur ætti að styðja jákvæð verk, sama frá hvaða ráðherra eða flokki þau koma. 

Sigurður Ingi þyrfti líka að breyta mófuglaútrýmingu á Íslandi mjög hressilega, þegar hann hefur tíma til þess. Mófuglar eru komnir í útrýmingarhættu sumstaðar á landsbyggðinni. Það er meira mófuglalíf núna orðið í Vatnsmýrinni í Reykjavík, heldur en sumstaðar úti á friðsælli landsbyggðinni. Þeirri sorglegu staðreynd hefði ég ekki trúað fyrir 30-40 árum síðan, að ég ætti eftir að upplifa á Íslandi.

Ég var nefnilega á vel kunnugum slóðum úti á landi fyrir stuttu síðan, þar sem mófuglalíf var mjög líflegt hér áður fyrr. Þar heyrist varla í öðrum fuglum en vargfugli núna.

Ég sá hins vegar óvenju oft til refa-ferða. Fjölgunin í þeim stofni er áberandi mikil frá því sem áður var.

Þetta er mjög sorgleg þróun á þessu auðuga, hreina, friðsæla og ómengaða mófugla-landi.

Landsvirkjun og aðrar stofnanir eru verri en engar, ef þær vinna ekki í öfgalausum takt við raunveruleg verðmæti fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Það sem Ísland hefur alltaf haft, og almenningur hér á landi lítur kannski stundum á sem sjálfsagðan hlut, er ekki sjálfsagður hlutur í öðrum ríkjum og fjarlægum heimsálfum.

Þetta gleymist skiljanlega of oft í öllum nútíma-hraðanum og ofur-efnishyggju-áróðrinum. Þess vegna er sanngjörn og rökstudd gagnrýni almennings svo mikilvæg.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2013 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband