21.8.2013 | 14:56
Afsögn ráðherra ?
Gunnar Bragi er í gapastokknum vegna þess að spurningar Árna Páls undirstrika að mikill vafi leikur á að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hafi haft lögformlegt umboð til þess að stöðva aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þann hátt sem Gunnar Bragi hefur gert að eigin sögn og viðbrögð Evrópusambandsins með afturköllun hinna mikilvægu IPA styrkja virðist staðfesta.
Staða Gunnars Braga er því ekki góð nema meðal heittrúuðustu andstæðinga aðildarumsóknar Íslands að ESB.
( Hallur Magnússon blogg )
http://blog.pressan.is/hallurm/2013/08/19/gunnar-bragi-i-gapastokknum/
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ekki svarað spurningum Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.
( ruv.is )
http://www.ruv.is/frett/gunnar-bragi-hefur-ekki-svarad-arna-pali
_________________________
Engin svör frá utanríkisráðherra.
Það er ljóst að ráðherra braut af sér, um það verður ekki deilt.
Fulltrúi framkvæmdavalds hefur ekki heimildir til að afturkalla samþykktir Alþingis.
Gunnar Bragi gerði mistök, hann fór offari á fyrstu dögum sínum í embætti.
Ofstækið gegn ESB blindaði hann í upphafi ferils sem utanríkisráðherra.
Í öllum lýðræðisríkjum Vestur Evrópu segja ráðherrar af sér sem brjóta af sér með þessum hætti.
En örugglega ekki á Íslandi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afsögn ráðherra, ert þú að grínast? Þetta tíðkast ekki hér á þessu skeri, alveg sama hvaða afglöp menn eru uppvísir um. Ég minnist nu bara Dabba og Dóra og stuðning Íslands í Íraksstríðinu.
Úrsúla Jünemann, 21.8.2013 kl. 18:00
Og ég minnist bara á Árna Pál, Jóhönnu Sig. Steingrím J. og fröken Svavarsdóttur ásamt fleirrum til að nefna einhverja.
Það þarf ekkert að búast við að Ráðherrar segi af sér þó svo að þeir geri afglöp í starfi og þeir fara svo ekkert eftir því sem Hæstiréttur hefur dæmt.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.8.2013 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.