Ofbeldið gegn lýðræðinu vekur fólk til umhugsunar.

 

Alþingi ákvað 2009 að ganga til viðræðna við ESB um hugsanlega aðild landsins að sambandinu.

Allt kjörtímabilið voru síðan endalausar deilur um málið, stjórnarflokkarnir gengu ekki í takt og stjórnarandstaðan hamaðist.

Á meðan pólitíkin djöflaðist á ómálefnalegum nótum unnu sérfræðingar og embættismenn að viðræðum við ESB á faglegum nótum. Tilgangurinn var að leitast við að útbúa fullburða samningsdrög, koma þeim i málefnalega umræðu og að lokum átti þjóðin að taka afstöðu í þjóðaratkvæði.

En eins og oft á Íslandi gengur illa að halda málum á faglegum grunni og misvitrir stjórnmálamenn sem voru að hugsa um eigið skinn hlupu út og suður, hægt var á viðræðum.

Nýjir stjórnarflokkar mættu síðan til leiks í upphafi sumars. Fyrsta verk utanríksráðherra hinnar nýju stjórnar var að drífa sig til Brussell og þar lýsti hann yfir viðræðulokum.

IPA styrkir féllu niður, ESB strikaði Ísland út af lista um umsóknarríki og málið virtist á byrjunarreit.

Gamla Ísland endurvakið með öllum þeim deilum og stefnuleysi sem einkennt hefur síðustu áratugi um framtíðaskipan Ísland í umheiminum.

Efnahagsmál og gjaldeyrismál komin í gíslingu stjórnmálamanna.

Almenningur á Íslandi er boðið upp á gamlar lummur, verðbólgu, gengisóvissu og efnahaglega ringulreið sem gerir fjölskyldum á Íslandi ókleyft að sjá lengra fram í tímann en nokkrar vikur.

Öfgaþjóðsernisstefna í anda Bjarts í Sumarhúsum var matreidd á ný í boði íhaldsflokkanna og valdahópanna í landinu.

_________________

Undarfarnar vikur hefur orðið breyting á umræðunni um aðildarumsóknina.

Það virðst sem mikil fjölgun sé í hópi þeirra sem vilja ljúka þessum viðræðum og fá fullbúinn samning á borðið. Fólkið vill fá að segja sitt og ráða niðurstöðum.

En íhaldsflokkarnir ætla ekki að leyfa fólkinu að segja sitt.

Formenn stjórnarflokkanna virðast ætla að draga í land og meira að segja hafa þjóðaratkvæði um aðildarviðræður af landsmönnum.

Flokkstofnanirnar íhaldsflokkanna þora ekki að taka þá áhættu að almenningur á Íslandi taki af þeim völdin.

Þessi svik og valdbeiting er að snúa umræðunni. Mér kæmi ekki á óvart að þrír fjórðu hlutar landsmanna vilji að viðræður verði kláraðar og fullbúinn samningur verði settur í þjóðaratkvæði.

Síðasta formlega könnun sýndi að 61% vildi ljúka viðræðum. Það var í mars.

Ef til vill eru stjórnarflokkarnir og sérstaklega öfgaráðherrar Framsóknar að breyta viðhorfi landsmanna til ESB og þjóðaratkvæðis.

Fólk upplifir stefnuleysi og engin svör sjást um framtíð landsins og þjóðarinnar til lengri tíma. Gömlu lummurnar, verðbólga og efnahagsleg einangrun er ekki heillandi framtíðarsýn.

Það verður fróðlegt að sjá hvort ofbeldið gegn lýðræðinu og afturhaldskoðanir íhaldsflokkanna í alþjóðamálum veki þjóðina til umhugsunar.

Kæmi mér ekkert sérstaklega á óvart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband