23.2.2007 | 18:09
Flokkun ferðamanna.
Það hefur verið sérkennileg umræðan undanfarna daga. Klámráðstefna nokkur hefur verið aðal umfjöllunarefni fjölmiðla og Alþingis. Alltaf gaman að því þegar eitthvað nýtt ber á góma og að lokum var þessi ráðstefna blásin af enda búið að reka liðið út af hótelinu. Að vísu sýnir þetta sama hótel viðskiptavinum sínum bláar myndir, líklega framleiddar af liðinu sem var sett út en það er víst allt annað mál.
Ekki ætla ég að bera í bakkafullan lækinn með að ræða þessa ráðstefnu sérstaklega enda nóg komið af slíku. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort hafin sé skönnun og val á ferðamönnum sem æskilegir eru. Getur það verið að verið sé að hanna hugbúnað sem les það á augnabliki hvort ferðamaðurinn sé þóknanlegur. Mér hefur sýnst að þegar sé hafin forvinna við slíkt og þegar liggur fyrir með nokkra hópa að þeir lenda í óæskilega hópnum í forritinu.
- Falung Gong
- Umhverfissinnar
- Vítisenglar
- Virkjanaandstæðingar
- Hvalveiðiandstæðingar
- Dónakallar sem framleiða bláar myndir
- Eiturlyfjasmyglarar
Þetta eru nokkrir hópar sem þegar liggur fyrir að eiga ekki erindi á eyjuna okkar yndisfögru og þeir hópar sem líklegir eru að lenda þarna við nánari greiningu gætu verið.
- Laxveiðimenn
- Ferðamenn á stórum bílum með mat og bensín meðferðis
- Erlent vinnuafl með hugsanlega sjúkdóma
- Stjórnmálamenn með rangar skoðanir
- og margir fleiri hópar sem gætu fallið undir þjóðaröryggi og þjóðarhag.
Ég er afar ánægður með að stjórnmálamenn og sterkir hópar í landinu hafa tekið að sér að sjá til þess að eyjan okkar fagra verði ómenguð af allskyns óþjóðalýð sem mengað gæti land og þjóð. Ferðamálaráð bíður þess hlutverk að kynna þessa afstöðu og hópa um allan heim svo ekkert af þessu fólki og hópum sé að koma hingað fýluferðir.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.