11.8.2013 | 19:22
Amtatörahópurinn ?
Ríkisstjórn Íslands er greinilega hópur af grænjöxlum og amatörum.
http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn
Ekkert ljótt við það ef viðkomandi gerðu sér grein fyrir reynsluleysi sínu og reyndu að vinna í því.
En svo er víðsfjarri.
Allt í lagi að vera grænjaxl ef maður veit það og hagar sér í samræmi við það.
Formenn stjórnarflokka þeir SDG og BB tala út og suður. BB er þó heldur gætnari og lætur ekki hanka sig á málflutningi sem er kátbroslegur og jafnvel sorglegur eins og forsætisráðherrann.
Landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra ( kannski umhverfisráðherra ) hefur gert hverja vitleysuna á fætur annarri og kannski sú alvarlegasta að setja makríldeiluna í endanlegan hnút. Hann hefur varla sést síðan enda í fríi eins og allir hinir.
Innanríkisráðherra ætlaði að slá pólitískar keilur og ætlað að láta Skipulagsstofnun breyta ákvörðun varðandi Teigsskóg. Hún var send til baka með þeim skilaboðum að búið væri að taka faglega ákvörðun í því máli og ekki í boði að stjórna umhverfismati pólitískt. Síðan hefur hún ekki sést. Líklega í sumarfríi eins og hinir.
Til iðnaðarráðherra hafði ekkert spurst frá stjórnarmyndun en dúkkaði upp og virðist ætla að beita sér gegn framkvæmdum á Bakka. Auk þess skoðaði hún nokkrar virkjanir en hafði ekki fyrir því að kynna sér hvað það þýðir fyrir náttúruna að virkja. Hefði mátt skoða aðstæður á nýju virkjanasvæði á Suðurlandi.
Utanríkisráðherra er sérstakur kapítuli. Fór til ESB, blés af aðildarviðræður og hafði þar með fjóra milljarða af íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. ( Forsætisráðherra er að vísu að halda því fram að viðræður standi enn ? ) Síðan hvarf hann og ég veit ekki hvort einhver veit hvar hann er.
Eygló Harðardóttir hvarf af yfirborði jarðar eftir að hún lét þá best stöddu í hópi öryrkja sitja fyrir í lagfæringum á kjörum þeirra hópa. Sennilega í fríi.
Kristján Þór Júliusson hefur komst best frá þessum fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar, hann er í erfiðum málaflokki og hefur enn sem komið er ekki gert neitt í líkingu við kollega sína, áður nefnda.
Menntamálaráðherrann, Illugi Gunnarsson hefur náð því á ótrúlega skömmum tíma að fá allt stúdentasamfélagið gegn sér eftir ósanngjarnar breytingar á kjörum vegna námslána. Val hann á formanni L.Í.N orkar tvímælis og setur spurningar við hæfi hans í embætti. Sannarlega mátt hugleiða það betur. Yfirlýsingar hans tengt framhaldsskólunum er hálfkveðin vísa, og hefur sett háskólasamfélagið í óörugga stöðu.
Það fer ekki á milli mála að reynsluleysi og takmörkuð pólitísk víðsýni er þessar ríkisstjórn fjötur um fót.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig nýjir ráðherrar ná að fóta sig í framtíðinni en fram að þessu hefur þeim næstum öllum orðið hált á pólitíska svellinu.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórnin væri vissulega sterkari ef Samfylkingin væri þar innan dyra.Stjórnarflokkarnir og sér í lagi Framsóknarflokkurinn, eiga þess vegna að ræða strax við Samfylkinguna hvort hún sé tilbúin til þess að koma inn í ríkisstjornina.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 04:01
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því. þá þurfa að sjálfsögðu að fylgja því einhver rök.En þetta er allt galopið þótt þessir tveir flokkar hafi myndað ríkisstjórn .Við ráðum Framsóknarmenn, það er eins gott að þú áttir því á því Jón.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 04:06
Nú, ef þið hafnið því að bjarga landinu, sem er í rúst eftir ykkur, þá er ekkert annað að gera en að hýða ykkur aftur.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 04:13
Það ræðst á næsta þingi hvort Samfylkingin verður til áfram.Ef Samfylkingin styður Framsóknarflokkinn í þeim málum sem ættu að öllu jöfnu að vera baráttumál beggja flokka þá tórirSamfylkingin. .Að örum kosti munt þú Jón Ingi Cecilsson væntanlega skrifa á öðrum vettvangi.
Sigurgeir Jónsson, 12.8.2013 kl. 04:26
Svei mér ef þetta er ekki skelfilegasta ríkisstjórn allra tíma.
Tekjustofnum upp á tugi milljarða er hafnað til að koma til móts við sérhagsmunaöfl, og auka þannig ójöfnuð, án þess að bent sé á nýja tekjustofna. Það er þó smáræði miðað við það sem búið er að boða; skuldalækkun upp á 360 milljarða að langmestu leyti til hinna best settu.
Almenningur gerir sér enga grein fyrir að hann mun tapa, því að hlutur hans í kostnaði við skuldalækkun hinna ríku er miklu meiri en eigin skuldalækkun.
Það er blekking að ríkið greiði ekki væntanlega skuldalækkun vegna þess að það fé sem ætlað er í hana (og er ekki í hendi) getur ríkið notað í hvað sem er. Hér er um að ræða sex sinnum áætlaðan byggingarkostnað nýs spítala. Ef þessar tekjur verða að veruleika á auðvitað að nota þær að mestu til að greiða skuldir ríkisins.
Efnahagsleg áhrif almennrar skuldalækkunar til einstaklinga verða mjög slæm vegna þess að þær auka þenslu, valda verðbólguskoti og sóun á dýrmætum gjaldeyri. Lækkun á skuldum ríkisins og skuldalækkun, sem nær eingöngu til þeirra sem þurfa á henni að halda, myndi hins vegar hafa efnahagslega mjög góð áhrif.
Ríkisstjórn sem svarar aðvörunarorðum erlendra og innlendra sérfræðinga með skætingi er á leið með þjóðina inn í myrkur einangrunar og slæmra lífskjara.
Framtíð komandi kynslóða er í mikilli hættu meðan þessi skelfilega ríkisstjórn fær að leika lausum hala.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.