Innistæðulausir formenn íhaldsflokkanna.

Núna finnst mér Bjarni og Sigmundur eins og snákaolíusölumenn. Snákaolíusölumenn í Ameríku fóru um vestrið, flott klæddir, og stóðu á torgum og predikuðu um það hvað snákaolía væri góð. Hana keyptu sérstaklega konur af því að hún átti að vera allra meina bót en var bara litlaus vökvi. Það er oft sagt þegar menn hafa lofað einhverju: Hann er bara snákaolíusölumaður. Ég spyr: Eru þessir strákar snákaolíusölumenn?

Að mínu mati áttu Bjarni og Sigmundur Davíð að gera hundrað daga áætlum og á tíu daga fresti áttu þeir að stíga fram og segja okkur frá því hvernig verkefnum miðaði. Í staðinn eru allir í fríi. Ragnheiður Elín var í fríi, aðstoðarmaður hennar var í fríi, það náðist ekki í Hönnu Birnu dögum saman og fjármálaráðherrann var á Ítalíu og Englandi. Það er enginn að gera neitt,“ segir Ingvi Hrafn.

_______________________

Greinlegt er að fleiri en stjórnarandstæðingar telja að formenn og ráðherra hafi fallið á prófinu.

Ingvi Hrafn segir það berum orðum sem blasir við öllum.

Lausatök og vanhæfni hafa einkennt nýja ríkisstjórn fyrstu vikur í starfi enda hrynur af þeim fylgið.

Að vísu er engin ástæða til að hlakka yfir þessum óförum, miklu heldur er ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu.

Stjórnarstefnan að skera niður allt sem hönd á festir getur auðveldlega leitt okkur inn í nýja kreppu og vandræði, hjól efnahagslífsins sem þessum flokkum voru hugleikin í kosingabaráttunni munu stöðvast endalega vegna metnarleysis og hugleysis nýrra stjórnarherra.

Það blæs ekki byrlega fyrir veikburða ríkisstjórn sem hefur feril sinn með að senda alla í frí fyrstu mánuðina.


mbl.is Eru Sigmundur og Bjarni snákaolíusölumenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Auðvitað er óráðshjal að segja þessa menn hafa staðist eitthvað próf við snákasölu.

Sigmundur svo að segja óskrifað blað að öðru leiti en því að hafa átt stærsta þáttinn í að stöðva búsáhaldabyltinguna með þeim skelfilegu afleiðingum að helferðarstjórn Steingríms og Jóhönnu komst á koppinn.

Bjarni er og verður ramflæktur í sínum vafningum þó svo að hann hafi kvittað undir með pennanum hans pabba.

En þetta mundu kjósendur en það sem þeir mundu betur var skjaldborgin sem var sleginn um það þegar rústir hrunsins voru rændar. Því miður verður þetta svona á meðan fjórhöfða þursið á sér áhangendur.

En enn og aftur Jón Ingi mikið svakalega hefur þú gott auga fyrir Íslandi, það sést á myndunum þínum

Magnús Sigurðsson, 4.8.2013 kl. 12:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála honum Magnúsi í færslunni hérna á undan.  Og vegna ummæla hans um myndirnar þínar, fór ég að skoða þær og ég veð bara að segja að ég varð alveg kjaftstopp þegar ég skoðaði þær svo flottar eru þær.  Það er greinilegt að þar ertu á heimavelli og svei mér þá að ég held að bloggið þitt yrði mun skemmtilega ef þú hefðir landslagsmyndirnar þínar í aðalhlutverki.  Því þær eru SNILLDARVERK...............

Jóhann Elíasson, 4.8.2013 kl. 16:52

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þakka ykkur félagar Jóhann og Magnús.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2013 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband