Blóðugur niðurskurður og afsláttarkjör þeirra ríku.

Að fara byggja hér nýjan steinsteypukubb upp á 60-80 milljarða á meðan starfsfólk er að ganga út af Landspítalanum – það er ekki nokkuð einasta vit í því. Við Framsóknarmenn höfum talað skýrt; þjóðin hefur ekki efni á nýjum spítala í dag, það eru alveg hreinar línur.“

Vigdís Hauksdóttir niðurskurðarmaður og stjórnarþingmaður á RÚV.

____________________

 

Hér talar Vigdís Hauksdóttir um væntalegan Landsspítala, talar eins og hér sé verið að skera niður óarðbært gæluverkefni. Skammsýni einkennir þessi ummæli.

Dýrasti þáttur Landsspítalans er rekstur, m.a. er hann dýrari af því starfssemin er í óhagkvæmu, illa viðhöldnu og gömu húsnæði hér og þar í Reykjavík.

Líklegt er að svo verði áfram ráði Framsóknarflokkurinn og Vigdís Hauksdóttir för.

Fleira er á dauðalista niðurskurðarnefndarinnar.

Fangelsi á Hólmsheiði sett í hægagang.

Göng til Norðfjarðar verða áreiðanlega skorin af.

Ýmsar vegaframkvæmdir verða slegnar af.

"Vigdís Hauksdóttir, sem situr í hópnum, segir að fyrst og fremst sé verið að skoða fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Áhersla verði lögð á að finna lausnir til framtíðar."

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7175

 

Hér er áætlunin sem Vigdís nefnir.

 

Ríkisstjórnin er komin í vanda. Hún hefur þegar ákveðið að forgangsraða ekki í þágu heildarinnar og hefur þegar ákveðið að afhenda LÍÚ 10 milljarða á þessu og næsta ári. Alls 17.5 milljarða til ársins 2015.

Þannig verður það áfram, stefna þessar ríkisstjórnar er að forgansraða með allt öðrum hætti en sú fyrri.

Skattaafslættir Sjálfstæðisflokksins til þeirra betur stæðu mun kosta milljarða í viðbót.

Ekki undarlegt að þeir eigi ekki fyrir hlutunum.

Hvað er það sem hægri íhaldsstjórnin mun ákveða að skera ?

 

 

Fjárfestingaáætlun til þriggja ára

    Alls árin   
    2013-2015201320142015
Fjármögnun með sérstöku veiðigjaldi17.1005.7005.7005.700
 
Samgöngumannvirki7.5002.5002.5002.500
 
Rannsókna- og tækniþróunarsjóðir6.0002.0002.0002.000
 

Rannsóknasjóður 750750750
 

Tækniþróunarsjóður 750750750
 

Markáætlanir 500500500
  Sóknaráætlun landshluta3.6001.2001.2001.200
  

    
Fjármögnun með arði og eignasölu22.02110.6956.6384.438
 Efling vaxandi atvinnugreina, alls8.9143.6382.6382.638
 
Ferðaþjónusta2.250750750750
 

Uppbygging ferðamannastaða1.500500500500
   Innviðir friðlýstra svæða750250250250
 
Skapandi greinar2.814938938938
 

Kvikmyndasjóður1.464488488488
 

Verkefnasjóður skapandi  greina750250250250
   Netríkið Ísland600200200200
 
Græna hagkerfið3.8501.950950950
 

Grænar fjárfestingar150505050
 

Grænn fjárfestingarsjóður1.0001.000  
 

Grænkun fyrirtækja1.500500500500
 

Vistvæn innkaup600200200200
 

Orkuskipti í skipum600200200200
 Fasteignir13.1077.0574.0001.800
 

Viðhaldi fasteigna ríkisins flýtt1.7501.500500-500
 

Viðhald/vextir9.2504.0003.0002.000
 

Leigutekjur-7.500-2.500-2.500-2.500
 

Fangelsi2.0001.0001.000 
   Herjólfur/Landeyjarhöfn2.3001.0001.300 
 

Menntavísindahús1.300  1.300
 

Hús íslenskra fræða2.400800800800
 

Náttúruminjasafn/sýning500500  
 

Háskólinn á Akureyri25757200 
 

Húsafriðunarsjóður  600200200200
 

Leiguíbúðir, framlag í eigið fé ÍLS2.0002.000  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kosningaloforð Frammara og Sjalla hafa verið efnd gagnvart útgerðinni þegar á miðju ári 2013 eða réttum 3 mánuðum eftir kosningar. Nú reynir á loðnu kosningarloforðin gagnvart skuldurunum sem voru svo vitlausir að skella sér í lítt ígrundaða skuldastöðu og velja þessa flokka sem leiðtoga þjóðarinnar.

Það tókst þeim með ótrúlegum loforðum sem sennilega verða aldrei efnd.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.7.2013 kl. 13:00

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Dýrasti þáttur Landsspítalans er rekstur, m.a. er hann dýrari af því starfssemin er í óhagkvæmu, illa viðhöldnu og gömu húsnæði hér og þar í Reykjavík.Líklegt er að svo verði áfram ráði Framsóknarflokkurinn og Vigdís Hauksdóttir för.

Ekki ætla ég að taka upp hanskann fyrir Vigdísi eða þessa stjórn sem nú situr en áætluð uppbygging á landspítalareitnum er glórulaus.  Að 2/ kostanaðar liggi í bílageymslum og sjúkrahóteli segir allt sem segja þarf. Og ég held að þú misskiljir kostnaðarliðinn rekstur. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður í rekstrinum ekki kostnaður vegna viðhalds og reksturs fasteigna.  Mín skoðun er að 300 þúsund manna dvergþjóð hafi ekki efni á hátæknisjúkrahúsi miðað við núverandi forsendur.  Við eigum að sinna helstu læknisþjónustu en kaupa sérhæfða þjónustu af erlendum sjúkrahúsum eins og gert var áður fyrr.  Okkur hentar betur að hafa smáar einingar sem þjóna vel frekar en eina stóra sem þjónar illa.  Lansspítalinn er því miður dæmi um verkefni sem hefur verið keyrt áfram, meira af kappi en forsjá.  Ekki bara þessi glórulausu byggingar áform heldur ekki síst framkoman við fólkið sem vinnur þar.  Björn Zoega á að hætta strax eða það á að láta hann hætta.  Hann er tákngervingur alls klúðursins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.7.2013 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband