Eru þetta ekki erlendir hrægammar ?

Næstum fimm árum eftir fall Glitnis skuldar þrotabúið sveitarstjórninni í Oxfordshire enn um 7 milljónir punda eða tæplega 1,3 milljarða króna. Sveitarstjórnin þarf að skera niður í opinberri þjónustu vegna taprekstrar.

Þegar íslensku bankarnir féllu í október 2008 höfðu þeir tekið að sér að ávaxta yfir 180 milljarða króna frá um 100 sveitarstjórnum og opinberum stofnum í Bretlandi.

____________________

Samkvæmt skilgreiningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra eru þetta bara erlendir hrægammar.

Hvað vilja þeir upp á dekk ?


mbl.is Bíða enn eftir peningum frá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara hægt að gefa þeim símanúmer Jóns Ásgeirs Jóhnnessonar.

Hann rændi jú megninu af þeirra peningum og býr í Bretlandi.

Hæg heimatök að ná í þetta hjá honum.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 15:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo er nú hitt, Jón Ingi.  JÁJ og félagar yfirbuðu ensku bankana hvað varðar ávöxtun.  Margir voru varaðir við og fluttu viðskipti sín til írsku bankanna, sem buðu næstum því jafnvel. En ekki allir - eins og við höfum fengið að heyra.

Ég spyr bara eins og margir enskir þegnar; hvernig stóð á því að bresku sveitarfélögin leyfðu sér að ávaxta framkvæmdasjóði almennings hjá slíkum áhættubönkum?

Kolbrún Hilmars, 30.7.2013 kl. 15:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já...og kannski ætti að gefa þeim upp síma í Landsbankanum líka með sitt Icesave ?

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2013 kl. 15:55

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Núna eru þetta þrotabú Birgir og kröfuhafar í þau eru kallaðir HRÆGAMMAR af íslenskum ráðamönnum. Málið snýst ekki  um þá sem áttu þessa banka heldur afgreiðslu þrotabúa til erlendra kröfuhafa. ( hrægamma ? )

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2013 kl. 15:57

5 identicon

Jú, jú. Og svo vilja innbyggjarar sækja skaðabætur og höfða mál á hendur Bretum fyrir að hafa beitt svokölluðum hryðjuverkalögum til að stöðva þjófnað athafnaskáldanna, með forseta ræfilinn í broddi fylkingar, í Bretlandi.

Ísland er stórasta land í heimi, sagði snobb dúkkan á Bessastöðum, konan sem safnar demöntum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 15:58

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eruð þið á því að kröfuhafar sem nefndir eru þarna séu HRÆGGAMMAR ?  Kolbrún og Birgir ?

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2013 kl. 15:59

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endilega bentu á stað þar sem SDG hefur kallað erlenda kröfuhafa bankanna hrægamma. Beina tilvitnun og hlekk takk fyrir.

Sveitarstjórnarmenn í Oxfordshire verða auðvitað að svara kjósendum sínum þeirri spurningu hvers vegna þeir voru að binda fjármuni sveitarfélagsins í erlendum banka í stað þess að nota þá til þess að fjármagna þjónustu við borgarana eða greiða niður skuldir sveitarfélagsins frá fyrri tíð. Fyrst þeir höfðu á annað borð svona mikinn afgang það er að segja...

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 16:10

8 identicon

Það þykir ganga betur í lýðinn að kalla alla útlendinga sem við skuldum eða eiga hér krónur hrægamma. Það þykir göfugmannlegra að segjast geta samið við hrægamma um 75% niðurfellingu en að segjast ætla að beita öllum ráðum til að stela sparnaði breskra sveitarstjórna og skandinavískra ellilífeyrisþega. Siðferðisþrek Íslendinga hefur lengi verið lítið.

Ufsi (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 16:16

9 identicon

Formenn í fyrstu sjónvarpskappræðu 2.4.2013.

„Bjarni gagnrýndi tillögur Framsóknarflokksins og sagði ekki hægt að lofa því, að með því að afskrifa kröfur á þrotabú bankanna munum við græða 200 milljarða, líkt og Framsóknarflokkurinn gerir ráð fyrir. Slíkt væri fugl í skógi, en ekki í hendi. Sigmundur Davíð hafi ekki enn útskýrt hvernig þetta ætti að gerast og slík fyrirframloforð væru óábyrg. Sigmundur svaraði síðar að vandamálið væri það að fuglinn væri hrægammur og að grípa þyrfti hann áður en hann sest í hreiðrið, og vísaði þar til vogunarsjóðanna.“

Apropo hrægamma. "Hrægammakapítalismi dauðans hefur völdin í Framsókn", sagði Pétur Gunnarsson og sagði sig úr flokknum.

Og hvaðan komu milljarðarnir sem voru notaðir til að kaupa formannsstólinn undir Kögunarstrákinn?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 16:48

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þar sem þú spyrð, Jón Ingi, þá myndi ég ekki kalla viðkomandi breska sveitarstjórnarmenn hrægamma - aðeins gráðuga og heimska.

Kolbrún Hilmars, 30.7.2013 kl. 17:14

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

„Hrægammarnir“ eru fyrst og fremst þeir aðilar sem veittu bönkunum lánin á sínum tíma og fengu þá afhenta. Þessi „fjandsamlega" yfirtaka stærstu kröfuhafanna á því ekki við þá sem lögðu fé inn til ávöxtunar vegna vonar um hærri vexti.

Í stjórnmálum beita sumir lýðskrumarar blekkingum til að auka fylgi sitt. Erum við ekki með einn slíkan sem hinn ítalska Silvio Berluskoni? Virðist ekki flestir vera ánægðir með hann fremur en raunsæismenn eins og Steingrím J. og Árna Pál?

Lýðskrumið hefur komið mörgum að gagni en hversu lengi? Það kemur að því að fleiri sjái gegnum blekkingarvefinn.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.7.2013 kl. 08:02

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Las nýlega Spegil þjóðar eftir Njörð P. Njarðvík um afleiðngar bankahrunsins og stjórnmálin. Þó svo sú bók sé orðin 3ja ára gömul þá verður hún sú besta sem rituð hefur verið um afleingarnar.

Ætti að vera skyldulesning fyrir hverjar kosningar!

Guðjón Sigþór Jensson, 31.7.2013 kl. 08:05

13 identicon

Ég hélt að hrægamma umræðan hefði snúist um erlenda VOGUNARsjóði

sem keypt hefðu kröfur í þrotabúum íslensku bankanna með svo ríflegum afslætti

að þeir sætu nú uppi með stórfeldan gróða - ef þeim tekst að koma peningunum úr íslenskum krónum.

Grímur (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband