Útgerðin sýnir okkur putta.

 

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt þeirra fyrirtæka sem vældi út lækkun sérstaks veiðigjalds vegna þess að útgerðin ætti svo bágt.

Vinir LÍÚ, ríkisstjórn Íslands, varð við vælinu og rýrði tekjur ríkissjóðs um 10 milljarða á næstu tveimur árum til að uppfylla væntingar skjólstæðinga sinna í vælukórnum.

Nú hefur ekki af fyrirtækjunum í vælukórnum greitt eigendum sínum, fáeinum auðmönnum, 1.1 milljarð í arð.

Meira en þúsund milljónir.

Þetta er að sýna þjóðinni putta.

Sýnir okkur í hnotskurn á hvaða villigötum þessi ríkisstjórn er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Og hverjir eru þessir fáeinu auðmenn svo?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 30.7.2013 kl. 13:05

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef að vinir LÍÚ eru núverandi ríkisstjórn var þá sú fyrri óvinir LÍÚHvar

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2013 kl. 13:40

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvar stendur svo þjóðin í þessu Jón?Er ekki kominn tími á að líta á atvinnuvega sem einhverja óvini.Þessir Auðmenn eru nú einfaldlega fólkið sem lagði peningana sína(Sennilega myndir þú segja að þeir peningar væru stolnir eða þvíumlíkt) í þetta fyrirtæki og fá sína vexti(endurgjald=Arð) af þeim.Hvernig er það Jón,hefur þú ekki átt sparisjóðsbók í banka?Og fékkst þú enga vexti?Og ef þú hefðir nú orðið fyrir því að ríkið tæki auka gjald bara í þessum banka fyrir þessa peninga á bókinni sem myndi rýra vextina þína myndirðu þá ekki hugsa þig um og færa hugsanlega peningana þína annað?

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2013 kl. 13:52

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jósef, það eru örugglega ekki margar krónur af eigin sparifé sem þessir eigendur VSV lögðu í þetta fyrirtæki sjálfir.  Saga fyrirtækisins er þekkt og hægt að kynna sér. Hins vegar komu inn í fyrirtækið fjármunir sem urðu til við sölu kvóta sem vafasamt er að kalla þeirra eign miðað við að kvótanum var stolið frá þjóðinni.

Hitt er svo hvernig núverandi kvótagreifar hafa rakað til sín fé í gegnum bókhaldsbrellur sem felast í mjög svo vafasömum heimildum tilstærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna til að færa bókhald sitt í evrum. Upprunalega var leyfið veitt á þeim forsendum aðmestöll viðskipti þessara fyrirtækja færu fram í gegnum evrur en það á alls ekki við um Vinnslustöðina.  Þeirra viðskipti eru að mestum hluta við lönd utan ESB.  Noreg, Rússland USA og Asíu.  Kannski að einhver bloggari taki sig til og rannsaki  þessi bókhaldssvik og HVAÐA ÁHRIF ÞAU HAFA HAFT Á EIGINFJÁRSTÖÐU MARGRA FYRIRTÆKJA!  Gæti verið að Vinnslustöðin hefði hreinlega verið leyst upp í kjölfar gengishrapsins ef hún hefði ekki verið svo "heppin" að færa bókhaldið í evrum??  Og hvað um Brim? 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.7.2013 kl. 15:37

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Jósef, það eru örugglega ekki margar krónur af eigin sparifé sem þessir eigendur VSV lögðu í þetta fyrirtæki sjálfir".Eru þetta getgátur Jóhannes?Varla þar sem þú segir "Örugglega".En hvernig væri þá að þú upplýsir hvernig þú veist þetta .Eins með bókhaldsbrellurnar.Er það ekki á hendi Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að rannsaka slíkt.En þá ætlar að láta einhvern Bloggara í málið.Kannski þig sjálfan."kvótanum var stolið frá þjóðinni".Hvílíkt bull.Er ekki rétt að halda sig bara við staðreyndir en láta getgátur og samsæriskenningar eiga sig?

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2013 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 818668

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband