Hvað er að gerast í ríkisstjórninni ?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir allar aðgerðir sem mynda spennu á vinnumarkaðnum óheppilegar og geti haft alvarlega afleiðingar fyrir þróun efnahagsmála.

 Þörf sé á sameiginlegu átaki margra til að kæla hagkerfið.

http://www.ruv.is/frett/atak-thurfi-til-ad-kaela-hagkerfid

Fjármálaráðherra náði alveg nýjum hæðum í dag.

Fyrir fáeinum mánuðum var íslenskt efnahagslíf botnfrosið og ekkert að gerast að hans sögn.

Það yrði að hleypa Sjálfstæðisflokknum af þannig að hjól efnahagslífsins færi að snúast.

Það átti að lækka skatta til að hleypa lífi í botnfrosið atvinnulífið.

Þetta var frambjóðandinn og formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir þremur mánuðum síðan.

Allt í volli hjá þáverandi ríkisstjórn.

Sami maður, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti landslýð í dag að nú þyrfti að KÆLA hagkerfið.

Kæla hagkerfi sem var botnfrosið að hans sögn, fyrir ársfjórðungi.

Hvernig eigum við að botna í ráðherrum þessar ríkisstjórnar, þeir tala út og suður og eru í engu samhengi við sjálfa sig.

Það er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af framhaldinu.

Það er augljóst mál að ríkisstjórnin hefur engin tök á landsstjórninni, greinilega að fara á taugum.

Ekki nokkur leið að hafa trú á því að hún ráði við þau verkefni sem framundan eru, hafa stjórn á ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Komast skammlaust í gegnum kjarasamninga hvað þá að njóta traust til lengri tíma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Það verður þá alkul í kerfinu þegar BB hefur lokið við að kæla þaðhressilega

Guðmundur Ingólfsson, 29.7.2013 kl. 21:22

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fyrrv. stjórnarflokkar töpuðu 28 % - töpuðu 18 þingsætum - ekki beint merki um traustsyfirlýsingu frá þjóðinni.

Engin ný stjórnarskrá, samingur við esb - ekki kláraður - ekki breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu - ömurleg framkoma sf í landsdómsmálinu o.s.frv.

Held að þið vinstri - menn ættuð aðeins að fara að skoða ykkar mál - sf virðist vera í tætlum.

Óðinn Þórisson, 29.7.2013 kl. 21:36

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru 2 hagkerfi hérna Jón.  ætli Bjarni sé ekki að meina neðanjarðarhagkerfið þar sem gjaldeyrinum er öllum stungið undan????

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.7.2013 kl. 22:39

4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þetta er undarleg þversögn hjá ráðherranum. Fyrir kosningar átti að gera allt til að "koma hjólum atvinnulífsins af stað", en núna þarf að kæla niður hagkerfið. Þessir siflurskeiðungar vita ekkert hvert skal stefna.

Sveinn R. Pálsson, 29.7.2013 kl. 23:13

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er einhver vanhæfasta ríkisstjórn í sögu Lýðveldisins. Orð og athafnir stjórnar eru svo í samræmi við vanhæfið. Hvergi nokkursstaðar heil brú í neinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.7.2013 kl. 09:13

6 identicon

Mikið óskaplega var þetta aumkunarverð athugasemd hjá þér Óðinn sjálfstæðismaður. Var það það eina sem þér datt í hug að telja upp allt það sem sjálfstæðisflokknum tókst að eyðileggja á síðasta þingi fyrir þjóðinni..??, ekki beint uppbyggilegt.

SjálfstæðisFLokknum stendur á sama um allar arðgreiðslur og hækkuð laun hjá ríkisforstjórum, bara að sótsvartur almenningur haldi aftur að sér með launahækkanir, því það verður að KÆLA hagkerfið....þvílíkur andsk. brandari.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband