Sárt er það. Það var dýrt að skulda þegar krónan hrundi.

Elsa Lára tók fasteignalán hjá Arion banka árið 2007. Lánsupphæðin var 26 milljónir. Höfuðstóll lánsins stendur núna í 39 milljónum, en væri í 45 milljónum ef 110% leiðin hefði ekki komið til. „Höfuðstóll lánsins er núna tæplega þremur milljónum hærri en hann var fyrir þremur árum þegar við fórum í 110-leiðina.

_______________

Ég væri örugglega gjaldþrota ef ég hefði tekið 26 milljón króna lán fyrir hrun.

Tilfinning mín var að lántökur í þeim stærðum sem þá sáust, væru óðs manns æði.

Við erum með ónýtan gjaldmiðil og hrun hefur komið reglulega frá því ég man eftir mér.

Hrunið 1982-4 varð mörgun ofviða, eins er nú.

Þeir sem tóku sénsinn 2004-7 eru í djúpum skít.

Ég hélt mig fjarri öllum þeim tilboðum sem ringdi yfir mig og landslýð í aðdraganda hrunsins.

Sem betur fer.

Þess vegna er ég ekki gjaldþrota.

Hver er sinnar gæfu smiður.

Vonandi klórar þingmaðurinn sig úr úr þessum vanda.

Óska henni góðs gengis við það.


mbl.is Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Til hamingju með þetta Jón.En Það gátu nú ekki allir haldið að sér höndum .Margir voru að kaupa sína fyrstu íbúð,ungt fólk sem var að koma inná húsnæðismarkaðinn.Mér finnst þú hálfpartinn hlakka yfir óförum fólks.Gjaldmiðillinn hefur síðan ekkert með þetta að gera.Það er landsstjórnin undanfarinna ára.Þingbundnar ríkisstjórnir þurfa að hverfa.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2013 kl. 20:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hlakka ekki yfir neinu.. bara sorgmæddur yfir hvað margir létu blekkjast. Gjaldmiðillinn á þetta næstum allt saman, hann hrundi gagnvart erlendum gjaldmiðlum, þá fóru gengislánin til fjandans, svo fór verðbólgan af stað og þá tvöfaldaðist höfðustóllinn næstum. ... Ég átta mig ekki á hvað þú heldur að hafi valdið þessu annað en galin efnhagsstjórn með ónýtan gjaldmiðil.  Það tókust allt of margir á hendur skuldbindingar sem stóðust ekki og það sem ég er að segja, ég hef séð þetta áður og það oftar ein einu sinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.7.2013 kl. 22:52

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Urðu KA ekki Íslandsmeistarar i fótbolta i den? Er hrun þeirra i boltanum ekki skýringin? Svo kom hr aðferðin i ESB. Jón unga folkið sem keypti einhvertima eftir þér hefði átt að læra af þér?

Sigurður Þorsteinsson, 30.7.2013 kl. 06:19

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bið að heilsa strákunum a elliheimilinu!

Sigurður Þorsteinsson, 30.7.2013 kl. 06:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég átta mig ekki á hvað þú heldur að hafi valdið þessu annað en galin efnhagsstjórn með ónýtan gjaldmiðil.

Það myndi vera verðtrygging útlána bankakerfisins.

Er útskýrt nánar hér: http://arxiv.org/abs/1302.4112

Áhrifin yrðu þau sömu hvað svo sem gjaldmiðillinn heitir.

Það eru nefninlega einmitt þau áhrif sem skemma gjaldmiðilinn.

Verðtryggingin er meinið.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 13:28

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Við virðumst vera á sömu bylgjulengd, því ég skil þetta gjaldmiðla-fár á svipaðan hátt og þú.

Þegar gjaldmiðill Íslands var í sínum hæðstu hæðum stuttu fyrir hrun, þá sagði ég að misgengi gjaldmiðla í heiminum byði alltaf uppá óréttlæti fyrir einhverja, (á við, þvert á landamæri). Þetta þótti víst ekki gáfulegt á þeim árum, enda lítið hefbundins-skólagengin og stórgölluð manneskja að tjá sig.

Ég er enn sömu skoðunar. Og er enn ó-hefðbundin stórgölluð manneskja.

Svikarar heimsveldisins hagnast á matsfyrirtækja/fjölmiðlahönnuðu misgengi milli ríkja/heimsálfa.

Siðferðiseftirlitið/vitundin hvarf, þegar vöruskiptum heimsins var breytt í gjaldmiðla/verðbréfa-viðskipti. Tölvutæknin auðveldaði enn betur, öll hveimsveldis-svikin.

Kauphallir heimsins eru tifandi tímasprengju-spilavíti. Gjaldþrota svika-spilavíti!

Seðlabankar heimsins eru  gegnumstreymis-stofnanir fyrir eiturlyfja-mafíu-spilafíkla heimsins. Öll lyf eru eiturlyf, ef þau eru misnotuð á einhvern hátt. Líka lífshættulegur gervisykur (aspartam). Lagaumhverfi og dómskerfi eru hönnuð utan um hagsmuni þessara spilavíta, með blekkingum, mútum, hótunum, kúgunum, pyntingum og drápum.

Ótti almennings, og þöggun á staðreyndum, eru sterkustu vopn hvítflibba-glæpamanna heimsveldisins.

Takk fyrir ykkar þátt í réttlætis-baráttunni: Wikileaks-Assange, Manning og allir aðrir sem berjast að heiðarleika og fórnfúsri ó-eigingirni. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband