Dauðasveitin pólitískt dauðadæmd.

 

Ný ríkisstjórn valdi fjóra þingmenn til að koma með tillögur að blóðugum niðurskurði þar sem allt verður undir.

Menntakerfið, velferðarkerfið, ríkisstarfsmenn, allir eiga von á harkalegum tillögum um niðurskurð frá dauðasveitinni.

En af hverju þessir fjórir þingmenn, mörgum hefur þótt þetta verið sérkennilegt val, eiginlega léttaviktarþingmenn ?

Allir þessi fjórir þingmenn burðast með sögu sem háir þeim frekar en ekki.

Ásmundur Einar, flokkaflakkari úr VG, Guðlaugur Þór með fjármálabaggann, Vigdís Hauksdóttir er sérstakur kafli sem allir þekkja, helst Unnur Brá sem nokkuð stikkfrí en lítið áberandi þingmaður.

 

Það er ljóst að það er nokkuð sama hvaða tillögur þessi nefnd setur fram, þær munu setja landið í uppnám og þessir þingmenn gerðir að blórabögglum fyrir glórulausar niðurskurðarhugmyndir.

Formenn flokkanna hafa greinilega valið þá einstaklinga af kostgæfni sem ætluð verða þessi örlög, svona pólitískt séð.

Nokkuð ljóst að pólitískur ferill þeirra mun litast af þessu til framtíðar, og það ekki með jákvæðum hætti.

Kannski bíður þeirra pólítískur dauðdagi í næstu kosningum, líklegra er að svo fari en hitt.

Boðberum illra tíðinda er oftast refsað af kjósendum.

Svo kannski þora þau ekki að setja neitt það fram sem skiptir máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Talandi um flokkaflakkara.Var ekki síðasti forætisráðherra flokkaflakkari? Aldrei sá ég þig gagnrýna það. Má kannski ekki gagnrýna samfíósa?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 23.7.2013 kl. 10:43

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér finnst þú vera svolítið út á túni.það liggur fyrir að fækkun ríkisstarfsmanna og uppstokkun í mennta og heilbrigðiskerfi er bráðnauðsynleg.það sem helst er ámælisvert hjá þessari ríkisstjórn er að ekki er drifið í þessu verkefni.Því fyrr því betra.Þetta er kannski verkefni sem kallar ekki á miklar vinsældir frá hendi alætanna og kannski er það þessvegna sem menn veigra sér.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.7.2013 kl. 11:24

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jósef,,, ég er ekki að tala um það, ég er að tala um hugsanleg örlög þeirra sem leggja það til..   þú heldur kannski að það sé fallið til vinsælda af því það " þarf " að gera það ?

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2013 kl. 15:24

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Marteinn, ekki breyta um umræðuefni, hvað heldur þú um vinsældir þessa hóps sem þingmanna í næstu kosningum ef tillögur þeirra verða í þeim dúr sem flesta grunar ?

Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2013 kl. 15:26

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það verður fróðlegt að sjá hvort Ásmundur Einar ljái því máls á því að hrófla við sinni ær og kýr, nefnilega styrkjakerfi landbúnaðarins.

Jón Kristján Þorvarðarson, 23.7.2013 kl. 17:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það eru innan við 3 mán frá kosnigum og því ótýmabært að velta fyrir sér hvað gerist eftir 4 ár.

Óðinn Þórisson, 23.7.2013 kl. 20:55

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef ég hef misskilið þig þá bið ég afsökunar á því.En eigum við ekki að gera ráð fyrir því að þessir þingmenn framfylgi sinni eigin stefnu og sannfæringu eins og þeir voru kosnir til.Þá þurfa þeir væntanlega ekkert að óttast.Ef ekki þá er eitthvað að.Varðandi styrkjakerfi landbúnaðarins Jón Kristján er það ekkert ósvipað og í öðrum löndum.En mín skoðun er sú að geri eigi áætlun til ákveðinna árafjölda,segjum 15 þar sem styrkirnir eru minnkaðir ár frá ári þar til landbúnaðurinn er sjálfbær(styrkjalaus).Með því er kominn hvati til hagræðingar og gera betur.Þetta er betra en að hleypa erlendri samkeppni að vegna vöruskiptajöfnuðurins.Sambærilegt við að keppa við klukkuna frekar en andstæðinginn.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.7.2013 kl. 07:32

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi hópur er eins og hver annar brandari. Elítustjórn framsjalla gerir ekki annað en ulla framan í þjóðina eftir að þeir lugu og sviku sig til valda með óheiðarleika sem alaðlvopn samkv. venju elítuflokkanna.

Hvað halda menn að þetta lið hafi vit á nokkrum hlut? Vigdís, Unnur, Ásmundr og Guðlaugur þór??

Þetta fólk hvorki veit eða kann nokkur hlut.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2013 kl. 13:05

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég þekki það persónulega að Unnur er ágætlega skýr en veit ekki um hina.Telur þú þig vera þess umkominn Ómar Bjarki að geta dæmt menn svona ?Kannski þekkir þú þennan hóp í þaula.Og telur þú þig þekkja alla hluti sjálfur?

Jósef Smári Ásmundsson, 24.7.2013 kl. 17:41

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er gott að einhver framsjallinn haldi að þetta lið hafi vit á nokkrum hlut - eða hitt þó heldur!

Svo eru menn hissa á a þetta elítulið r+usti þessu landi reglulega með sambland af spillingarhætti og hreinum fábjánaskap.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2013 kl. 21:26

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þú telur greinilega ekki þörf á því að svara mér Ómar.En ég skil ekki alveg þessa setningu"Það er gott að einhver framsjallinn haldi að þetta lið hafi vit á nokkrum hlut - eða hitt þó heldur!"Þú ert nú alls ekki svo óvitlaus.Ég væri ekki hissa á að einhverjir Framsjallar skelltu sér á lær og tækju bakföll við þessi orð-eða hitt þó heldur.HUMM.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.7.2013 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband